Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 11

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 11
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201010 Ágætu gestir. Velkomin til Þingvalla. Á þessum helga stað á Alþingishátíðinni, sem haldin var þann 27. júní árið 1930, var Skógræktarfélag Íslands stofnað. Það eitt að leggja nafn Þingvalla við stofnun Skógræktarfélags Íslands gaf fögur fyrirheit um ákveðinn og staðfestan vilja fjölmargra Íslendinga að stofna með sér samtök sem hefðu það að megin markmiði að stuðla að aukinni skógrækt og landbótum á Íslandi. Nokkru fyrr, árið 1909, mátti greina meðal forystumanna ungmennafélags- hreyfingarinnar einlægan vilja til að fylgja eftir aðal stefnumálum hreyfingarinnar um að klæða landið skógi að nýju. Segir þar meðal annars í Skinfaxa: „Sambandsstjórnin vill styðja að því að mætti, að sterkur áhugi og starfsþrá vakni hjá æskulýð vorum í skógræktarmálinu. Það er eitt hinna fegurstu verk- efna, er æskulýður vor getur tekist á hendur. Ísland skógi vaxið á ný er svo fögur hugsjón, að hún ætti að brenna dáð og dug til framkvæmda inn í æskulýð- inn. Verkin verða að bera þess merkin, að vér viljum ÍSLANDI ALLT. Annars verður það glamuryrði eitt og oss til dómaáfellis.“ Við þekkjum öll sagnaheimildir um skógi vaxið Ísland, frá fjöru til fjalla og rannsóknir og heimildir benda til þess að meira en 40.000 ferkílómetrar hafi verið huldir gróðri á 9. öld, eða um tvöfalt stærra svæði en nú er. Leiddar eru líkur að því að meira en helmingur þess lands hafi verið viði vaxinn. Mestur hefur skógur verið á láglendi, neðan 200 metra hæðar yfir sjávarmáli, en lágvaxið kjarr hefur teygt sig inn á hálendið upp í yfir 400 metra hæð. Þar sem vaxtarskilyrði hafa verið best, í botnum dala og skjólgóðum hlíðum, hafa birkitré náð góðum vexti og gefið af sér smíðavið. Víðar hefur þó verið lág- vaxinn skógur og kjarr. Í byrjun 20. aldar var skógur vart til á Íslandi, en leifar gamalla skóga og birkikjarr nokkuð víða en hafði látið á sjá í aldanna rás og kom þar margt til. Sauðfé gekk ótæpilega á gróður, tré og runnar voru eyddir til nytja í harðri lífsbaráttu fólksins, öld fram af öld og sveiflur í veðurfari, kulda- og hlýindaskeið höfðu sett sitt mark á framvindu gróðurs. Um leið og skógurinn hvarf opnaðist svörðurinn og land eyddist hraðar í óblíðri íslenskri náttúru. Um langar styrjaldir hyrjar og höggs Bar höndin ráns hina blikandi öx, Og stofnar og kvistir af iðinni önn Í eldanna kesti hlóðust. En herjandi logann og hjarnsoltna tönn, Með höfuðin beygð undir þyngjandi fönn Samt blessaðar bjarkirnar stóðust. Svo kvað eitt af höfuðskáldum íslenskrar þjóðar, Einar Benediktsson, í kvæði sínu Bjarkir. Við stöndum hér á Þingvöllum, liðlega öld síðar, og fögnum 80 ára afmæli Skógræktarfélags Íslands. Sú mynd sem ég dreg hér upp um stöðu skógræktar og landgræðslu fyrir liðlega eitthundrað árum sýnir svo ekki verður um villst að árangur í skógrækt og landgræðslu hefur um margt verið framar okkar björtustu vonum. Við höfum líka verið lánsöm að eiga vini bæði austan hafs og vestan sem hvatt hafa okkur áfram og lagt sitt af mörkum til að efla og styrkja íslenska skógrækt. Fyrir það er hér þakkað. Íslenskir náttúruunnendur höfðu um aldir látið sig dreyma um að rækta skóg á Íslandi. Gerðar höfðu verið ýmsar tilraunir en árangur verið lítill. Það var því hálfundarlegt að upphafsmaður skipu- lagðrar skógræktar hér á landi skyldi vera danskur sjómaður. Carl Ryder var skipstjóri í Íslandssiglingum Sam- einaða gufuskipafélagsins á árunum 1897–1901. Hann gerði sér far um að kynnast bæði landi og þjóð. Meðal þess sem honum kom í hug var að víða mætti rækta hér skóg. Þá hugmynd bar hann undir Carl V. Prytz, sem þá var prófessor í skógrækt við danska landbúnaðarháskólann. Prytz hvatti Ryder til dáða í skógræktinni og sótti hann því um styrk til Hins konunglega danska landbúnaðarfélags. Árið 1899 veitti félagið Ryder 700 króna styrk til verk- Ávarp á Þingvöllum Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.