Skógræktarritið - 15.10.2010, Side 12
11SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010
efnisins. Fyrir það fé var girt lítið
svæði á eystri bakka Almannagjár
vorið 1899 og þar gróðursettar
fjallafurur, birki, hvítgreni og elri
auk lítilsháttar af reyniviði, ösp
og víði. Í dag er furulundurinn hér
sem við stöndum nú við afrakstur
þeirrar gróðursetningar. Áhugi Carls
Ryder og samstarf hans við Carl V.
Prytz leiddi til þess að ráðinn var
til landsins Christian E. Flensborg,
skógfræðingur. Má segja að aðkoma
þessara þriggja einstaklinga, verk
þeirra og áhugi, auk góðrar þekk-
ingar á skógrækt hafi rutt brautina
fyrir öflugu skógræktarstarfi Íslend-
inga næstu áratugina.
Þáttur Norðmanna í stuðningi við skógrækt á
Íslandi hefur verið umtalsverður allt frá upphafi
ræktunar hér á landi. Má þar m.a. til nefna Þjóðargjöf
Norðmanna, er Ólafur fimmti Noregskonungur
heimsótti Ísland árið 1961 og færði Íslendingum að
gjöf myndarlegan fjárstyrk til að efla skógrækt. Meg-
inhluta styrksins var varið í að reisa rannsóknarstöð
í skógrækt að Mógilsá og úr hinum hlutanum var
stofnaður norsk–íslenski skógræktarsjóðurinn sem
efla skyldi samskipti þjóðanna á sviði skógræktar.
Við höfum líka notið þess að eiga öfluga forystu-
menn í skógrækt á umliðnum áratugum sem með
starfi sínu og einlægum ræktunaráhuga hafa lagt
mikið til íslenskrar skógræktar. Aukin tækifæri til
menntunar á sviði skóg- og vistfræði, hvatning og
stuðningur frá frændþjóðum okkar og sú reynsla
sem fengist hefur á liðnum áratugum færir okkur
vissu um að skógrækt á hér góða framtíð.
Innan vébanda Skógræktarfélags Íslands eru nú
61 skógræktarfélag með á áttunda þúsund félags-
menn og ræktunarsvæðin eru um 300 á 20 þúsund
hekturum lands. Skógræktarfélag Íslands stendur
fyrir öflugri útgáfu fræðslurita um skógrækt og
hefur lagt áherslu á að vekja áhuga landsmanna á
gildi skógræktar til betri lýðheilsu og aukinnar at-
vinnusköpunar. Með Landgræðsluverkefninu sem
hleypt var af stokkunum árið 1990, með stuðningi
ríkisvaldsins, hefur enn eitt skref verið stigið til efl-
ingar nýskógræktar. Skógræktarfélag Íslands getur
því með stolti fagnað 80 ára afmæli félagsins í þeirri
vissu að vegur skógræktar mun vaxa um ókomin ár.