Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 19

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 19
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201018 Tré ársins 2010 er álmur (Ulmus glabra) og stendur við Heiðarveg 35 í Vestmannaeyjum. Ef til vill hafa margir hváð þegar sagt var frá því að tré ársins 2010 væri í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar hafa ekki verið taldar með heppilegustu vaxtarstöðum trjá- gróðurs enda oft veðrasamt á Stórhöfða. Hitastig í Eyjum er aftur á móti að jafnaði hærra en víða annars staðar á landinu og mikil frost eða snjóar heyra til undantekninga. Álmurinn fallegi er því kannski sönnun þess að sé rétt tré valið er það til- búið að takast á við ýmsa dynti náttúrunnar. En það var kannski ekki fyrirséð að álmurinn ætti eftir að þola Heimaeyjargosið árið 1973 en þar hafði hann einnig betur í átökum við náttúruöflin. Kom grænn og fagur upp úr öskunni og lét sér fátt um finnast. Álmurinn á Heiðarvegi 35 er vel að tilnefningunni kominn og er mikil prýði í garðinum. Um leið er hann hvatning um að fleiri meiðir verði ræktaðir í görðum í Eyjum til prýði og skjóls. Bæjarbúar geta hæglega umvafið bæinn gróðri, m.a. með álmi og ýmsum öðrum tegundum sem sannað hafa sig á síðari árum. Til þess að leggja því starfi lið geta allir gengið til liðs við Skógræktarfélag Vestmannaeyja og stutt við það starf sem félagið vinnur að á ári hverju, en félagið var endurvakið árið 2000 og er m.a. að vinna að ræktun í nýja hrauninu, í svonefndum Hraunsskógi. Tré ársins 2010 – í Vestmannaeyjum Höfundur Brynjólfur Jónsson

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.