Skógræktarritið - 15.10.2010, Side 21

Skógræktarritið - 15.10.2010, Side 21
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201020 Ræktun jólatrjáa á Íslandi hefur verið stunduð um 70 ára skeið og hefur ræktunin að mestu farið fram á hefðbundnum skógræktarsvæðum og fyrrum í birkiskógum eða birkikjarri.1, 2 Algengast er hér að jólatré séu höggvin úr ræktuðum ungskógum sem skipulagðir eru sem fjölnytjaskógar og eru síðar ætlaðir til útivistar og timburframleiðslu. Hraðfram- leiðsla jólatrjáa á ökrum hefur lítið verið stunduð hérlendis og því lítil staðbundin þekking til á því sviði. Nokkrar tilraunir hafa þó verið gerðar til að rækta jólatré á frjósömu landi og ökrum, einkum hjá Skógrækt ríkisins. Má þar nefna ræktun blágrenis (Picea engelmannii) í gömlum frjósömum plöntu- framleiðslubeðum á Hallormsstað (1. mynd) og akra af fjallaþini (Abies lasiocarpa) sem gróðursettir voru í samnorrænu rannsóknaverkefni í mismunandi landshlutum.3 Hér verður ekki gefið tæmandi yfirlit yfir þessar fyrstu tilraunir, en slíkt má lesa annars- staðar.4 Þessar fyrstu tilraunir leiddu í ljós ýmis byrjunarvandamál í ræktunartækni og tegunda- og kvæmavali sem verður að leysa áður en hraðræktun á stærri skala getur orðið að veruleika hérlendis. Erlendis er jólatrjáarækt í frjósömum ökrum algeng og er slík jólatrjáaræktun stunduð þar sem sjálfstæð búgrein með markvissa og umfangsmikla framleiðslu. Danir framleiða til dæmis um 10 millj- ónir jólatrjáa á ári, 9 milljónir af norðmannsþini og 1 milljón af rauðgreni, eðalþini og öðrum þinum.5 Í Danmörku eru jólatré ræktuð á um 25.000 ha lands og um 80% trjánna eru ræktuð á ökrum.5 Samkvæmt upplýsingum frá danska utanríkisráðu- neytinu 6 er Danmörk leiðandi útflutningsland á jóla- trjám í Evrópu og um 8,3 milljónir trjáa eru fluttar út, aðallega til Þýskalands (48%), Frakklands (11%) og Belgíu, en líka til Bretlands, Noregs, Svíþjóðar, Hollands, Póllands, Íslands og fleiri landa. Þýska- land er hinsvegar stærsta framleiðsluland jólatrjáa í Evrópu og framleiðir um 24 milljónir trjáa á ári, en aðallega fyrir heimamarkað.6 Til að auka þekkingu og kunnáttu í hraðræktun jólatrjáa á Íslandi var langtíma rannsóknarverkefni sett af stað árið 2009 við Landbúnaðarháskóla Ís- lands í samvinnu við Vesturlandsskóga sem fékk nafnið: „Hraðræktun jólatrjáa á ökrum“. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða ræktunartæknilegu þættir hafa aðallega áhrif á ræktunina og hvaða teg- undir henta til ræktunar á frjósömu landi hérlendis. Langtíma markmiðið er að finna hagkvæma, fljót- lega og örugga leið til að framleiða íslensk jólatré með hraðræktun. Skipulagning verkefnisins og nið- urstöður fyrstu úttektar á langtíma rannsókninni var notað í lokaverkefni (BS-ritgerð) fyrsta höfundar við skógfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands vorið 2010. Titill verkefnisins var „Lifun ungplantna og áhrif mismunandi áburðarmeðferða“.4 Meginmark- mið verkefnisins var að: • Skipuleggja og gróðursetja langtímatilraun á Hvanneyri í Borgarfirði. Hraðræktun jólatrjáa á ökrum: Lifun ungplantna og áhrif mismunandi áburðarmeðferðar Höfundar Else Möller, Bjarni Diðrik Sigurðsson og Snorri Sigurðsson 1. mynd. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, sýnir Else Möller eina elstu tilraun sem gerð hefur verið til hraðræktunar jólatrjáa á akri hérlendis (myndin er tekin í júlí 2009). Þetta er blágreni af kvæminu Rio Grande. Mynd: BDS

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.