Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 21

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 21
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201020 Ræktun jólatrjáa á Íslandi hefur verið stunduð um 70 ára skeið og hefur ræktunin að mestu farið fram á hefðbundnum skógræktarsvæðum og fyrrum í birkiskógum eða birkikjarri.1, 2 Algengast er hér að jólatré séu höggvin úr ræktuðum ungskógum sem skipulagðir eru sem fjölnytjaskógar og eru síðar ætlaðir til útivistar og timburframleiðslu. Hraðfram- leiðsla jólatrjáa á ökrum hefur lítið verið stunduð hérlendis og því lítil staðbundin þekking til á því sviði. Nokkrar tilraunir hafa þó verið gerðar til að rækta jólatré á frjósömu landi og ökrum, einkum hjá Skógrækt ríkisins. Má þar nefna ræktun blágrenis (Picea engelmannii) í gömlum frjósömum plöntu- framleiðslubeðum á Hallormsstað (1. mynd) og akra af fjallaþini (Abies lasiocarpa) sem gróðursettir voru í samnorrænu rannsóknaverkefni í mismunandi landshlutum.3 Hér verður ekki gefið tæmandi yfirlit yfir þessar fyrstu tilraunir, en slíkt má lesa annars- staðar.4 Þessar fyrstu tilraunir leiddu í ljós ýmis byrjunarvandamál í ræktunartækni og tegunda- og kvæmavali sem verður að leysa áður en hraðræktun á stærri skala getur orðið að veruleika hérlendis. Erlendis er jólatrjáarækt í frjósömum ökrum algeng og er slík jólatrjáaræktun stunduð þar sem sjálfstæð búgrein með markvissa og umfangsmikla framleiðslu. Danir framleiða til dæmis um 10 millj- ónir jólatrjáa á ári, 9 milljónir af norðmannsþini og 1 milljón af rauðgreni, eðalþini og öðrum þinum.5 Í Danmörku eru jólatré ræktuð á um 25.000 ha lands og um 80% trjánna eru ræktuð á ökrum.5 Samkvæmt upplýsingum frá danska utanríkisráðu- neytinu 6 er Danmörk leiðandi útflutningsland á jóla- trjám í Evrópu og um 8,3 milljónir trjáa eru fluttar út, aðallega til Þýskalands (48%), Frakklands (11%) og Belgíu, en líka til Bretlands, Noregs, Svíþjóðar, Hollands, Póllands, Íslands og fleiri landa. Þýska- land er hinsvegar stærsta framleiðsluland jólatrjáa í Evrópu og framleiðir um 24 milljónir trjáa á ári, en aðallega fyrir heimamarkað.6 Til að auka þekkingu og kunnáttu í hraðræktun jólatrjáa á Íslandi var langtíma rannsóknarverkefni sett af stað árið 2009 við Landbúnaðarháskóla Ís- lands í samvinnu við Vesturlandsskóga sem fékk nafnið: „Hraðræktun jólatrjáa á ökrum“. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða ræktunartæknilegu þættir hafa aðallega áhrif á ræktunina og hvaða teg- undir henta til ræktunar á frjósömu landi hérlendis. Langtíma markmiðið er að finna hagkvæma, fljót- lega og örugga leið til að framleiða íslensk jólatré með hraðræktun. Skipulagning verkefnisins og nið- urstöður fyrstu úttektar á langtíma rannsókninni var notað í lokaverkefni (BS-ritgerð) fyrsta höfundar við skógfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands vorið 2010. Titill verkefnisins var „Lifun ungplantna og áhrif mismunandi áburðarmeðferða“.4 Meginmark- mið verkefnisins var að: • Skipuleggja og gróðursetja langtímatilraun á Hvanneyri í Borgarfirði. Hraðræktun jólatrjáa á ökrum: Lifun ungplantna og áhrif mismunandi áburðarmeðferðar Höfundar Else Möller, Bjarni Diðrik Sigurðsson og Snorri Sigurðsson 1. mynd. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, sýnir Else Möller eina elstu tilraun sem gerð hefur verið til hraðræktunar jólatrjáa á akri hérlendis (myndin er tekin í júlí 2009). Þetta er blágreni af kvæminu Rio Grande. Mynd: BDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.