Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 30

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 30
29SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 nærliggjandi hreppum. Að mestu leyti hefur hann verið almenningur utan þess sem tilheyrði einstökum jörðum og einstaklingum, sbr. það sem síðar verður greint frá varðandi elda í Bláskógum. Eftir siðaskipti jukust álögur og kvaðir leiguliða þeirra jarða sem áður heyrðu undir Viðeyjarklaustur. Voru þær alls 132 að tölu, flestar á Reykjanesskaga og auk þess nokkrar í Árnessýslu12. Allar þessar jarðir sölsaði konungsvaldið undir sig bótalaust og voru útnýttar með öllum tiltækum ráðum til hagsbóta konungs og Bessastaðavaldsins. Þeir Bessastaðamenn færðu sig fljótlega upp á skaftið, gengu á lagið og juku álögur jafnt og þétt á leiguliða. Þannig urðu nánast allir bændur í Mosfellssveit eftir miðja 16. öld skyldir að færa á Bessastaði ýmsan varning sem þá konungs- menn á Bessastöðum vanhagaði um og bændur gátu útvegað með tiltölulega góðu móti. Bessastaðamenn voru yfirstéttarmenn sem reyndust þjóðfélaginu þegar tímar liðu mjög dýrir í rekstri enda lögðu þeir ríka áherslu á að láta ekkert skorta á Bessastöðum og að þeir hefðu það bærilega gott í sínum mikil- vægu trúnaðarstörfum. Fyrir siðaskipti voru leigur greiddar klaustrinu einkum í formi osta og smjörs og gilti einu hvort sá varningur væri gamall eða nýr. Burgeisarnir á Bessastöðum létu sér ekki nægja að bíta í gamla skorpnaða osta eða smyrja þráið gamalt smjör á brauðið eða harðfisk og jafnvel úldið eins og munkarnir í Viðey munu þó hafa látið sér nægja í meinlætalífi sínu. Þessar aldir voru bændur skyldaðir að ljá húsbændum sínum hesta hvenær sem til þurfti, róa á bátum konungs, vinna við heyverk, móskurð, torfskurð, húsastörf og annað tilfallandi á Bessa- stöðum, veiða lax í Elliðaánum eða Úlfarsá. Lík- lega var einna erfiðasta og fyrirferðamesta kvöðin sem þeim hefur verið ætlað að uppfylla, að sækja raftavið og timbur í Þingvallaskóg. Bar þeim annað hvort að höggva raftavið eða gera til viðarkola og afhenda á Bessastaði tiltekið magn, venjulega vissan fjölda hestburða á fyrirfram ákveðnum tíma. Yfir 20 konungsjarðir voru í Mosfellssveit og á Kjalarnesi á þessum tíma þar sem leiguliðar þessara jarða báru þessa þungu og krefjandi kvöð að sækja við í Þingvallaskóg. Við öll þessi störf í þágu konungs- manna urðu bændur og búalið að fæða sig sjálft! Má geta sér rétt nærri hve ágengnin hefur verið mikil í Þingvallaskóg enda má ætla að í þennan almenning Horft yfir Vatnsvik og Þingvallaskóg, Vellankatla lengst til hægri og Ármannsfell í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.