Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 32

Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 32
31SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 Þorkell trefill Rauða-Bjarnarson. Þeir höfðu keypt skóga þá til þess að hafa til nytja sér á þingi. Eftir kolbrennu þessa fór Ölkofri heim. En tíðindi þessi spurðust víða um héruð og komu fyrst til Skafta þeirra mann er fyrir sköðum höfðu orðið. Um haustið sendi hann orð norður til Eyjafjarðar með þeim mönnum er ferð áttu milli héraða og lét segja Guðmundi skógabrennuna og það með að það mál var févænlegt. Slík erindi fóru og vestur í héruð til þeirra manna er skóga höfðu átt. Fóru þá sendiboð um veturinn eftir milli þeirra allra og það með að goðar þeir sex skyldu hittast á þingi og vera allir að einu ráði en Skafti skyldi mál til búa því að hann sat næst“ 19. Eins og nærri má geta tóku landeigendurnir, 6 goðar, þessum tíðindum afar illa þá skógurinn þeirra brann fyrir 1000 árum. Á 16. öld urðu gríðarmiklir skógareldar á Suður- landi þ. á m. í Bláskógum eða Þingvallaskógi: „Á dögum herra Gísla [Jónssonar byskups í Skálholti, d.1587] var Úlfhildarbrenna, er þeir kölluðu. Hún bjó í Arnarholti í Tungum, og sleppti eldinum og brenndi allt landið frá sér og austur undir Fellsfjall, Bólsland og Kjaranstaðaland mikið af Tjarnheiði, allt landið suður að Fljótum báðum, og Torfastaða- heiði út að Miklaholti, anno 1563. Á hans dögum anno 1586, eða þar um kom upp eldur í Þingvalla- skóg, og brann mikið af honum, austur undir Hrafnagjá. Eldurinn kom í skóginn um fardaga og lifði í honum fram yfir þing“ 20. Margsinnis hafa komið upp kjarreldar í Þingvalla- skógi á 20. öld, einkum við Vatnsvik vegna kæru- leysislegrar meðferðar elds. Hér verða nefnd örfá dæmi: Mikill skógareldur hlýst af stórkostlegu gáleysi og talið að 3 hektarar hafi brunnið skammt frá Vellan- kötlu21. Á forsíðu Alþýðublaðsins 14. júní 1951 segir: „Skógareldur eyddi stórsvæði við Þingvallavatn í gærdag. Eldurinn kviknaði út frá prímus, sem var í tjaldi við Vatnsvikina“22. Í öðru dagblaði segir frá sama atburði: „Kjarr og mosi brenndur við Vatnskot. Um hádegi í fyrradag kviknaði í mosa og kjarrgróðri við Vatnskot í Þing- vallasveit- og brann um þriggja hektara svæði. Sjálf- ur Þingvallaskógur skemmdist ekkert. Orsök þessa óhapps var sú að kona er var í tjaldi var að matbúa á prímus handa bónda sínum er var að veiða niður við vatnið. Komst eldur þá í tjaldið og brann það og læsti eldurinn sig í mosann og kjarrið kringum tjaldið og breiddist það mikið út að um þrír hektarar lands voru sviðnir er tekist hafði að kæfa eldinn um klukkan sex um kvöldið“23. Þá varð 1975 umtalsmikill skógareldur í Þing- vallaskógi: „Eldur um aðra hverja helgi á Þing- völlum að sögn sr. Eiríks J. Eiríkssonar þjóðgarð- svarðar .... Um hundrað slökkviliðsmanna börðust við eldinn auk fjölda annarra. Um 15 hektarar af kjarr- og mosalendi urðu leikvangur elds, sem bloss- aði upp síðdegis s.l. sunnudag á Þingvöllum er 8 ára gamalt barn fór óvarlega með eldspýtur þar. Hákon Bjarnason kvað eldinn hefði farið um svæði, sem væri um 1 km á lengd og frá 70—200 m á breidd. Taldi skógræktarstjóri að allur lággróður á svæðinu væri dauður, en einstaka há tré hefði lifað þennan mikla hita af“24. Í dag hefur Þingvallaskógur verið friðaður a.m.k. í um 80 ár og hefur náð að breiða úr sér aftur að einhverju leyti. En fremur lítill hæðarvöxtur er í birkinu og af haustlit skógarins að dæma sem og vaxtarlagi t.d. laufblaða, virðist hann vera mjög blandaður fjalldrapa. Hefur sú blanda verið nefnd skógviðarbróðir. Hvort þetta sé sá „upprunalegi“ gróður, sem margir vilja vernda umfram annan trjágróður, skal ekku fullyrt. Mismunandi viðhorf til skógræktar Fjölmargir Íslendingar hafa lengi viljað leggja sitt af mörkum við að bæta landið eins og oft má lesa og heyra um. Mörgum finnst hins vegar að skógrækt- arfólk fari mikinn í starfi sínu í þágu skógræktar. Skiljanlegt er, að þeim sem eru tengdir búsmala standi stuggur af skógrækt. Þeim hefur ekki líkað þegar skógræktendur voru að amast við lausagöngu búfjár. Þessi viðhorf virðast vera mjög inngróin hjá mörgum og hefur skógræktarfólk tekið þessi sjónar- mið sér oft nærri. Þá er margsannað að sauðfjárhald og nýskógrækt eiga fátt sameiginlegt. Því miður eru viðhorf okkar furðu oft bundin við huglæg sjónarmið fremur en hlutlæg: Finnst sumum barrtré ljót og hafa látið misjafnt eftir sér hafa. Þannig lét einn merkur skáldmæltur maður eftir sér á prenti að sér þætti barrskógur minna sig einna helst á skegghýjung á fagurri konu! Kannski það hafi átt að vera fyndið en þessi yfirlýsing kom fram í tímaritsgrein 1961 og hefur síðan oft verið vitnað í þessa kostulegu fullyrðingu25. Svo eru aðrir sem líta allt öðru vísi á þessi mál. Þeir líta á skógrækt jafn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.