Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 34
33SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010
og er allt þetta fólk fyrir löngu orðnir viðurkenndir
Íslendingar, þó það hafi ekki náð fullum tökum á
íslenskri tungu. En hvað með innfluttu trjátegund-
irnar? Hversu langur tími og hve margar kynslóðir
þurfa að líða áður en þessar lífverur verða viður-
kenndir þegnar landsins?
Fjölmargar þeirra trjátegunda sem kerfisbundið
voru leitaðar uppi og valdar af Hákoni Bjarnasyni
og samstarfsmönnum hans, hafa fyrir löngu sýnt
og sannað að þær geta dafnað hér vel, þrífast hér
ágætlega og hafa aukið kyn sitt rétt eins og aðrir
nýbúar landsins.
Hvar er eiginlega umburðarlyndið? Nær það ein-
ungis til dýra og fólks en ekki til gróðurs eins og inn-
fluttra trjátegunda? Er þetta kannski einhvers konar
ótti gagnvart þessum trjátegundum sem vaxa okkur
sumar hverjar fljótlega yfir höfuð?
Til varnar barrtrjám
Fyrir nokkrum árum kom fram sú umræða og varð
allhávær að ástæða væri til að hafa áhyggjur af
skógrækt í grennd við Þingvallavatn. Sagt var að
skógrækt, einkum barrtrjáa, hefði neikvæð áhrif á
vatnsgæði og leiddi af sér ofauðgun af nítrati eða
köfnunarefni bæði straumvatna og stöðuvatna27.
Byggðist þessi umræða á erlendum rannsóknum, á
stöðum þar sem aðstæður eru ekki sambærilegar Ís-
landi.
Þegar þessi sjónarmið voru sett fram höfðu
skógræktarmenn ekki fullgild svör á reiðum höndum
við fullyrðingum um skaðsemi skógarins. Rann-
sóknir hérlendis á áhrifum skógræktar á vötn og
vatnalíf voru þá afar takmarkaðar. Umræðan hafði
mikil áhrif um land og hefur gjarnan komið upp
þar sem sveitarfélög hafa unnið að aðalskipulagi og
deiliskipulagi á síðustu árum. Eru nokkur dæmi um
að skógrækt hafi verið bönnuð í ákveðinni fjarlægð
frá ám og vötnum með tilvísun í framangreind rök.
Í Morgunblaðinu 10. apríl 2010 er grein þar sem
segir frá rannsóknum Bjarna Diðriks Sigurðssonar
prófessors við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri
um þessi efni. Niðurstöður hans ganga þvert á fyrri
fullyrðingar28.
Árið 2004 beitti Skógrækt ríkisins sér fyrir
viðhorfskönnun meðal almennings um barrskógana á
Þingvöllum, sem unnin var fyrir IMG-Gallup. Niður-
stöðurnar voru fyrir marga hluti mjög athyglisverð-
ar: 35% aðspurðra höfðu á þessu máli enga skoðun;
33% fannst að þeim barrtrjám sem nú þegar eru á
Þingvöllum ætti að þyrma en ekki gróðursetja fleiri
og 28% fannst að barrtré mætti gróðursetja áfram á
Þingvöllum. Aðeins 4% fannst að barrtré ættu ekki
að vera á Þingvöllum og því ætti að fjarlægja þau.
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í
könnuninni, eða 61%, voru með því að barrtré
mættu standa í þjóðgarðinum en einungis 4% vildu
fella þau og afmá með öllu! Athyglisvert er að flestir
vildu hafa barrtrén en láta staðar numið og ekki
planta fleirum29.
Það var mjög alvarleg og umdeild ákvörðun Þing-
vallanefndar á sínum tíma að láta afmá barrtrén á
Þingvelli, einkum þar sem Valhöll var. Þar hefur
kappið verið öllu meira en skynsamlegt má telja og
takmarkaður skilningur á fyrri ákvörðunum sem
hafa verið taldar réttar. Sú ákvörðun verður líklega
seint byggð á lýðræðislegum forsendum og ein-
kennist meira af tilfinningalegum rökum en eðlilegri
skynsemi.
Hvernig eru viðhorf meðal annarra þjóða?
Í nánast öllum réttarríkjum heims eru það viður
kennd viðhorf að vernda sem mest skóglendi og efla
það. Í Þýskalandi, svo dæmi sé nefnt, má ekki fella
skóg vegna mannvirkjagerðar nema jafnstórt svæði
og jafnvel stærra sé klætt nýjum skógi í stað þess
sem fellt er. Er þó Þýskaland eitt skógríkasta land
Evrópu og þykir e.t.v. einhverjum nóg um, sem kann
betur að meta skógleysið á Íslandi.
Við Íslendingar erum ekki eina þjóðin í heim-
inum sem situr uppi með röskuð vistkerfi í náttúru
okkar. Þekkt er þegar Danir breyttu heiðum á Jót-
landi í umfangsmikil skógræktarsvæði eftir að þeir
töpuðu seinni Slésvíkurstyrjöldinni við Prússa 1864.
Eftir umdeilt brottnám barrtrjáa mátti víða sjá ummerki
skógarhöggs.