Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 35

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 35
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201034 Ekki hefur borið mikið á né heyrst úrtöluraddir eða efasemdir um þau ósköp af hendi danskra um- hverfisverndarmanna. Eru Jótlandsheiðar þó um- talsverðar að flatarmáli og mun hærra hlutfall lands í Danmörku en ný skógrækt á Íslandi. Hjá okkur er ekki nema um hálft prósent af yfirborði landsins nýir skógar, eftir meira en heila öld skógræktarstarfs í landinu, sem margir virðast sjá ofsjónum yfir! Niðurlag Það þykir vera tilheyrandi mannlegu hugarfari að efast um alla skapaða hluti. Þannig getum við tjáð okkur og sýnt tortryggni á ýmsa lund í samfélaginu og bent á það sem betur mætti fara. Margir efast um réttmæti þess að planta erlendum trjátegundum í íslenska mold og telja það vera hina verstu goðgá og allt að því helgispjöll. Svo eru aðrir sem efast um réttmæti slíkra hugmynda og kenn- inga. Ýmsir einstaklingar sem með góðan hug vildu leggja fé og vinnu til að fegra land sitt eru margir hverjir komnir yfir móðuna miklu. Er réttlætanlegt að væna þessa einstaklinga um að hafa breytt rangt? Þetta góða fólk átti sér þann draum að geta lagt dálitla hönd á plóginn við að bæta það land sem við höfum erft en hefur verið stórlega skemmt af rányrkju liðinna alda. Af hverju vilja þeir sem hafa efasemdir um þetta starf, rífa í burtu þetta góða skjól sem barrtrén veita? Undirritaður átti þátt í því mjög ungur að árum að rífa upp hrís og runnagróður í lágvaxna birki- skóginum á Þingvelli í þeim tilgangi að planta er- lendum barrtrjám á sama stað. Í dag er þessi aðferð til skógræktar ekki lengur viðurkennd en þarna er vöxtulegur skógur, einkum barrtrjáa, sem prýðir umhverfi sitt á öllum árstímum. Gildir þá einu hvort um sé að ræða sólskinsfagran sumardag með yl og angan ellegar ískaldan vetrardag með kulda og jafn- vel skafrenningi sem bítur á kinn. Þessi fallegi trjálundur við Valhöll sem var afmáður, veitti öllum nærstöddum bæði skjól og yndi svo lengi sem hann fékk að vera í friði fyrir andmælendum skógræktar á Íslandi. Þegar snjór er yfir Bláskógum er því fátt sem minnir á lífið og tilveruna á köldum næðingssömum vetrardögum á Þingvelli. Græni litur barrtrjánna sést varla lengur næst Þingvallabænum né þar sem áður Valhöll stóð. Nærgætni og gagnkvæmur skilningur þarf að vera milli þeirra sem setja fram mismunandi sjónarmið. Við ættum að minnast orða Njáls á Bergþórshvoli sem lét hafa eftir sér: „Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða“. Auðveldara er að rífa niður en byggja upp sem oft tekur langan tíma og þarfnast mikillar þolinmæði. Barrtré eru fyrir löngu búin að sanna það og sýna að þau geta orðið gildir þegnar þessa lands. Öllum sem veittu góðar ráðleggingar og lásu yfir er þakkað. Gamli Konungsvegurinn frá 1907 er vinsæll meðal göngu- fólks og hestamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.