Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 39
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201038
dökkblátt þegar það er þroskað, á öðru ári. Kven-
plantan ber því samtímis græna 1. árs berköngla og
þroskaða, dökkbláleita 2. ára berköngla. Neðri hluti
köngulsins myndar smá brodd neðan á aldininu.
Einiberið ilmar arómatískt, sérstaklega sundur tekið.
Það er sætt, arómatískt og meira eða minna beiskt á
bragðið.11, 12, 13, 14, 15
Rætur eru dreifðar og langar, því er erfitt að
flytja eininn heim í garða, nema smáar plöntur, enda
þótt ræturnar liggi venjulegast grunnt.11, 16 Einirinn
myndar innræna svepprót, er yfirleitt myndast af
þörungasveppum. Þeir mynda ekki sýnileg svepp-
aldin.17
Þroskuð berin eru tínd seinni hluta sumars og
fræin tekin úr þeim, geymd yfir veturinn á þurrum,
köldum stað og síðan sáð að vori. Ekki má búast
við mikilli spírun. Það má líka fjölga eininum með
sveiggræðslu.16 Auðvelt er að fjölga honum með
græðlingum,18 enda er honum nær eingöngu fjölgað
þannig. Í tilraunum Evu G. Þorvaldsdóttur voru
teknir græðlingar af sunnlenskum og norðlenskum
klóni. Sunnlenska klónið rætti sig 61% og það norð-
lenska 15%. Sama niðurstaða var með rótarfjölda
á græðlingunum: sunnlenska klónið var með 4,3
rætur á græðlingi og það norðlenska með 2,3 rætur,
að meðaltali. Ljóst er að þessi klón eru mismunandi
arfgerðar. Hugsanlega voru rætingareiginleikar þess
norðlenska lélegir á þeim árstíma sem græðlingarnir
voru stungnir (í ágúst). Það er vel þekkt að mis-
munur sé á rætingareiginleikum klóna. Rætingarefni
hafði ekki áhrif á rætinguna og rætingarhormón
virtist ekki bæta rótarmyndunina.2
Ein tegund fiðrildalirfa er bundin við eini, einifeti,
en hann er fátíður og veldur engum skaða.17 Sitkalús
hefur einnig lagst á eini.19
Einirinn er ljóselskur og vex í flestum landgerðum,
svo sem í hrauni, melum, mólendi, skriðum, birki-
kjarri, söndum og mýrum. Hann er frekar algengur
í öllum landshlutum, nema í Rangárvallasýslu, vest-
anverðri Skaftafellssýslu og Húnavatnssýslum.4, 20
Flóra Íslands telur að afbrigðið var. nana Willd. sé
líklega algengara en aðaltegundin,15 en Robert P.
Adams kallar þetta afbrigði var. saxatilis Pall., en
hann hefur rannsakað eini um allan heim frá 1966
og safnað yfir 5000 eintökum af honum.1
Einir með fyrsta árs berkönglum.