Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 40
39SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010
Ýmiss fróðleikur um eini
Einir hefur frá ómuna tíð verið notaður til margra
hluta. Þurrkuð einiber, þ.e. drógurinn, inniheldur
0,8 – 1,6% af rokgjarnri olíu, einiberjaolíunni, en á
suðlægari slóðum hafa berin hærra hlutfall olíu en á
norðlægari slóðum, 20 – 40% af sykrum, biturefnið
júniperín, vax, harpix og mismunandi lífrænar sýrur
svo sem maurasýru, edikssýru og eplasýru. Vegna
mikils sykurinnihalds er bruggað og eimað brenni-
vín eða sénever úr berjunum og í einiberjaolíunni er
l-terpinen-4-ol, sem virkar sótthreinsandi. Erlendis
eru berin uppskorin á þann hátt að plönturnar eru
hristar, við það falla þroskuðu berin niður á dúka,
sem eru breiddir út undir plönturnar og eru látin
þorna. Drógur til lyfjagerðar kom aðallega frá Ítalíu
og Ungverjalandi.21
Fyrir 3500 árum notuðu Forn-Egyptar eininn sem
lyf, til að sótthreinsa með og einnig notuðu þeir
olíuna til þess að smyrja með henni lík. Bæði Grikkir
og Rómverjar notuðu einnig eini á sama hátt. Hinn
gríski Hippokrates og Rómverjinn Plinius mæltu
með notkun einis við mjög mörgum sjúkdómum.
Ætla má að sá einir sem vex í dag hafi sömu eigin-
leika eins og sá sem er talað um í fornum hand-
ritum. Gömul heimild um lækningamátt einiberja á
íslensku er prentun á hluta handrits frá 1669 sem er
líklega endurrit og þýðing á Liber Herbarum eftir
Henrik Harpestræng lækni og kórbróður, sem fædd-
ist í Danmörku á síðari helming 12. aldar og lést árið
1244. Í þessu riti segir, nokkuð stytt:
„Styrkia heilann, giora gott sinne,.......... hreinsa
briost, klara Raust, kyrra maga vind, hreinsa mag-
ann, styrkia magann, styrkia matar melltu, briota
nyrna og blodrustein,........þes oleum er gott vid
köldu“. 22 bls. 156
Elsta heimild sem ég fann um dróginn, fructus
Juniperi, er í danskri lyfjaskrá frá 1805, þágildandi
hér á landi 23.
Í Pharmacopoea Danica 1868 eru aðeins skráð
einiber, fructus Juniperi og einiberjaolía, aether-
oleum Juniperi. Eina lyfið, sem m.a. inniheldur
einiber, er hægðalyfið Species pro Thea amara – Bit-
terte.24 Þetta lyf var á skrá síðast í Pharmacopoea
Danica 1933.25 Einiberið var einnig notað sem þvag-
ræsilyf í formi seyðis 26. Það eina sem ég komst í tæri
við á mínum lyfjafræði-starfsvettvangi, sem innihélt
eini/einiberjaolíu, var „Sjöfaldur gigtaráburður –
Linimentum ammoniae terebinthinatum FDA 50“.27
Hér hefur einir verið notaður í margar aldir í grasa-
lækningum og nú á síðari tímum eru það aðallega
berin og nýtt barr sem eru notuð. Það væri að æra
óstöðugan að telja upp allt það, sem hann er notaður
Kvenplanta með fyrsta og annars árs berkönglum.