Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 41

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 41
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201040 við, en Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, grasalæknir nefnir: „Þvagdrífandi, sýkladrepandi, sérstaklega í þvagfærum, linar gigt, bætir meltinguna, eyðir vindverkjum og örvar samdrætti í legi“. Hún nefnir einnig eins og fleiri að nýrnaveikir eigi ekki að nota eini.28 Björn prófastur Halldórsson í Sauðlauksdal skrifaði bókina Grasnytjar. Þar er fjallað m.a. um ýmsa eiginleika einis. Auk áður getinna nota er, skv. þýskri heimild, búin til einiberjakvoða úr berjahrati og þykir kvoðan gott meðal við mörgu meini; hósta, svima, andarteppu o. fl., og kallast þýskra manna líf- líkn.29 Í kveri, handskrifað af forföður konu minnar, eru nokkrar greinar úr dönsku vikublaði samantekn- ar af H. C. Lund, lækni og náttúrufræðingi í Kaup- mannahöfn 1824: „Að fyrirbyggja að Mjólk Súrni. – Skal byrgja vel ílátið. Standa á þurrum Stað ekki þar sem loptSúgur leikur um en þar sem er kalt og Standa kyrt ílátið má ekki vera af Metal. Mjólkurhúsið Skal reikjast með Einir, Malurt eður Eikarberki. Mega láta lítið af Pottösku í mjólkina sem svarar Piparbers stærð í hvorn mjólkurpott“.30 Á eininum vaxa fræblöðin ekki alveg saman efst á einiberinu og myndast því þrístrent merki sem í heiðnum sið átti að merkja Þórshamar en þegar kristni kom til þá var þetta túlkað sem náttúrulegt krossmark. Auk þessa eru þrjú fræ í berinu, en talan þrír er talin heilög af mörgum (sbr. heilaga þrenn- ingu). Þetta hefur eflaust aukið tiltrúna á varnar- og lækningamátt einisins. Því var trúað að reykur af eini fældi burtu illa anda.11, 31 Einiber er mikilvægt krydd í matargerð margra Evrópulanda, sérstaklega í háfjallahéruðum þar sem einir er algengur. Þau eru mest notuð til að krydda villibráðarkjöt en einiber eru einnig notuð í suður- þýska þjóðarréttinn „Sauerkraut“. Á netinu má finna uppskriftir af öli og fjölmargar vefsíður íslenskar og erlendar sem selja einiberjaafurðir til útvortis og inn- vortis notkunar. Einiber er eina kryddið úr flokki barrviða og eitt fárra úr köldu loftslagi.32 Samkvæmt Ferðabók Eggerts og Bjarna voru einiber borðuð á Snæfellsnesi eins og önnur ber, að auki hafi nokkrir prestar í Barðastrandarsýslu látið brenna einiber og gert drykk á svipaðan máta og kaffi. Mönnum varð gott af þessum drykk, sérstaklega við þykku blóði og brjóstveiki. Í Rangárvallasýslu voru heilu hestburð- irnir tíndir af einiberjum í Mið-Mörk undir Eyja- fjöllum á hverju sumri og seld eftir vigt eins og harð- fiskur. Þar voru berin borðuð með börðum harðfiski og smjöri. Einnig létu ýmsir brennivín standa á berj- unum og síðan var þess neytt að morgni á fastandi maga við brjóstveiki. En aðrir bjuggu til seyði af berjunum til sömu nota og gegn tæringu.33 Hér áður fyrr þótti gott að eiga þurrkuð einiber til að krydda með í gangnapelann á haustin.18 Samkvæmt þýskri heimild segir Björn Halldórsson að berin séu góð til að verja fisk gegn ýldu og til að reykja fisk, en að í norskri heimild segi að norskar konur sótthreinsi ílát með eini.29 Gott þykir að reykja spægipylsur með einiberjareyk og ófáar „enebærrögede sönderjyske spegepölser med rödvin- eller konjak smag“ flutti ég inn fyrir foreldra mína á námsárunum í Danmörku. Sömuleiðis þykir gott að reykja lax og silung með einiberjareyk. Einiberjaedik hentar vel í kryddlög til að leggja skinku og villibráð í.34 Einiberjaolían er notuð til bragðauka m.a. til að búa til gin, ásamt því að vera oft notuð í sápur, snyrtivörur, ilmvötn og rakspritt.31 Sögur herma að gin sé upprunnið frá því að munkar hafi blandað berjum þess góða í eimað spritt, sem var nýmóðins um 1200, til þess að eilífu halda sprittinu hérna Hér sést vel þrístrenda merkið á berinu.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.