Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 49

Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 49
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201048 7. mynd: Aðferðir við mælingar á niðurbrotshraða; (a) Fínir (vinstri) og grófir (hægri) laufpokar sem notaðir voru til að mæla niðurbrotshraða lífrænna leifa í lækjum, (b) uppsetning tilraunarinnar í lækjunum þar sem pokarnir voru festir á keðju sem var látin í lækina og pokarnir voru svo teknir upp með reglulegu millibili til að hægt væri að áætla heildarniðurbrot lífræna efnisins. niðurbrotshraði var 0,0038 g á g þurrvigtar á dag, sem er frekar hægt niðurbrot miðað við það sem gerist í öðrum löndum með sambærilegt gróðurfar og loftslag (sjá nánar í 16). Það bendir til að ferli niðurbrots í íslenskum lækjum sé á einhvern hátt frábrugðið því sem gerist annars staðar. Áhrif smádýra á niðurbrot Þegar fínir og grófir niðurbrotspokar voru bornir saman (8. mynd) kom í ljós að smádýr höfðu ekki mikil áhrif á niðurbrotshraðann, þ.e. hraði niður- brotsins í grófu pokunum var nánast hinn sami og hraðinn í fínu pokunum, þrátt fyrir að smádýr taki ekki þátt í niðurbrotinu í fínu pokunum. Þetta bendir til þess að það séu einkum örverur og sveppir sem koma að niðurbroti lífrænna leifa í lækjunum á Austurlandi. Það er því hugsanlegt að skortur á smá- dýrum sem eru sérhæfð í að brjóta niður lífrænt efni sem berst af landi orsaki hversu hægt niðurbrotið mældist hérlendis. Þegar laufið blotnar í læknum setjast sveppir og bakteríur á það og hefja þar með niðurbrot en sam- fara því verður laufið næringarríkara fyrir smádýrin sem sækja þá frekar í þau.18 Öllum smádýrum sem fundust í og á leifunum í pokunum var safnað, þau talin og greind í fæðuöflunarhópa. Flest smádýrin sem fundust í pokunum (90%) tilheyrðu svoköll- uðum söfnurum (e: gathering collectors) og skröp- urum (e: scraping collectors) og má þar helst nefna rykmýslirfur. Aðeins fundust um 9 einstaklingar í hverjum poka sem taldir eru lifa beint á lífrænum leifum og taka þar með beinan þátt í að brjóta þær niður, svokallaðir tætarar (e: shredders). Þetta var aðeins 3% af þeim smádýrum sem nýttu sér lífrænu leifarnar sem fæðu. Þetta styður áðurnefnda tilgátu um skort á sérhæfðum tæturum í íslenskum lækjum sem brjóta niður lífrænt efni sem berst af landi. Það er því líklegt að restin af smádýrunum noti sér lauf- pokana sem búsvæði (skjól) eða nærist á svokallaðri þörungafilmu, sem myndast utan á laufinu þegar ör- verur byrja að brjóta það niður. Það má því segja að megnið af smádýrunum séu á beit í laufpokunum. Sýnt hefur verið fram á að rykmýslirfur eru algeng- ustu þörungaætur í íslenskum ám 19 og eru þær oft í yfirgnæfandi magni miðað við aðrar tegundir, voru t.d. 93–97% af fjölda þeirra smádýra sem fundust í pokunum í þeirri rannsókn sem hér er fjallað um. Aðrar áhugaverðar niðurstöður varðandi niður- brotsvirkni smádýranna voru að eftir að pokarnir 8. mynd: Niðurbrotshraði lífrænna leifa í fínum (ljós- grænt) og grófum (dökkgrænt) pokum í lækjum sem runnu um barrskóg. Niðurbrotshraðinn var nánast hinn sami, þrátt fyrir að smádýrin hefðu ekki aðgang að laufinu í fínu pokunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.