Skógræktarritið - 15.10.2010, Side 50

Skógræktarritið - 15.10.2010, Side 50
49SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 höfðu legið í lækjunum í um 48 daga hafði mun meira af laufinu í laufpokunum með fínu möskv- ana brotnað niður heldur en í pokunum með grófu möskvana. Þetta bendir til þess að smádýrin hafi í upphafi hægt á niðurbrotshraða laufsins fremur en að auka hann eins og þekkist í öðrum löndum. Þetta rennir þar með stoðum undir þá tilgátu okkar að smádýrin nærist í raun ekki á laufinu sem slíku heldur nýti sér aðrar lífverur sem sækja í lífrænu leifarnar, s.s. örverur. Fleiri niðurstöður um smá- dýralíf lækjanna má finna í meistararitgerð Gintare Medelyte.20 Niðurbrot feyru Eins og áður var getið þá var niðurbrotshraði líf- ræns efnis sá sami fyrir sinu, barr og birkilauf, sem stangast á við niðurstöður flestra hliðstæðra erlendra rannsókna, sem hafa sýnt að gerð lífræna efnisins skiptir miklu máli fyrir hraða niðurbrots,1, 21 og að niðurbrotslífverur lækjavistkerfa séu aðlag- aðar að niðurbroti ákveðinna leifa.1 Þetta útskýrist væntanlega með því að það virðist sem hér á landi vanti smádýr sem tæta niður lífrænu leifarnar sem berast út í lækina og að niðurbrotið fari nánast al- farið fram með bakteríum og sveppum. Ályktanir Af framansögðu má draga þær ályktanir að: • Mikill munur var á magni lífræns efnis á skóg- lausum og skógi klæddum vatnasviðum. • Munur á flutningi feyru í lækina var meiri milli vatnasviðsgerða en búist var við. • Niðurbrot af völdum smádýra var minna en búist var við, miðað við hliðstæðar erlendar rannsóknir. • Niðurbrot feyrunnar var að mestu knúið af örverum. Þar sem þessi rannsókn var unnin á lækjum ofar- lega í vatnavistkerfi þarf enn að skoða þessa þætti á stærri skala, þar sem heildaráhrifin neðar í kerfinu gætu verið meiri. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að gerðir smádýrasamfélaga geta verið misjafnar eftir því hvar í vatnakerfinu laufið er staðsett.17 Þessi hluti rannsóknarinnar mat einungis flutning lífræns efnis ofanjarðar í læki. Aðrar uppsprettur lífræns efnis fyrir vatnalífverur er flutningur uppleystra efna með jarðvegsvatni og sú frumframleiðsla sem á sér stað í lækjunum sjálfum. 19 Verið er að leggja mat á þessar uppsprettur í öðrum verkþáttum rannsóknaverk- efnisins SkógVatn. Það verður mjög fróðlegt að bera saman hversu mikilvægar þessar þrjár uppsprettur eru hlutfallslega fyrir fæðubúskap lækjanna. Þakkir Þakkir til Norræna skógræktarrannsóknasjóðsins, Orku rannsóknarsjóðs Orkuveitu Reykjavíkur, CAR-ES verkefnisins, ALCAN á Íslandi, Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins, Landsvirkjunar og Hekluskóga fyrir fjárhagslegan stuðning við verk- efnið. Einnig fá allir þátttakendur SkógVatns (www. skogvatn.is) bestu þakkir fyrir samstarfið og allir þeir sem veittu aðstoð við undirbúning, uppsetningu og framkvæmd verkefnisins á einn eða annan hátt. Heimildir 1. Petersen jr, R.C., Gísli Már Gíslason og L.B.M. Vought 1995, ritstj. Rivers of the Nordic countries. River and stream ecosystems. Ecosystems of the World 22 – River and Stream Ecosystems, ritstj. C.E. Cushing, K.W. Cum- mins og G.W. Minshall. Vol. 22. Elsevier: Amsterdam. 2. Paul, M.J., J.L. Meyer, og C.A. Couch. 2006. Leaf breakdown in streams differing in catchment land use. Freshwater Biology. 51: bls. 1684–1695. 3. Webster, J.R. og J.B. Waide. 1982. Effects of forest clearcutting on leaf breakdown in a southern Appala- chian stream. Freshwater Biology. 12(4): bls. 331–344. 4. Molles, J.M.C. 1999. Ecology: Concepts and applica- tions, ritstj. K.T. Kane. New Mexico: WCB McGraw- Hill. 509. 5. Kedzierski, W.M. og L.A. Smock. 2001. Effects of log- 9. mynd: Dæmi um smádýr sem fundust í laufpokunum: rykmýslirfur (vinstri; skraparar, yfirborðsætur eða safn- arar), bitmýslirfa (uppi; síarar), vorflugulirfa (niðri; tæt- arar) og hrossaflugulirfa (hægri; rándýr).

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.