Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 52

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 52
51SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 Líffjölbreytni Hugtakið líffræðileg fjölbreytni, eða líffjölbreytni (e: biodiversity), er nýlegt. Það kom fyrst fram árið 1968 í bók eftir náttúruverndarsinnann Raymond F. Dalesman en náði fyrst verulegri útbreiðslu um 20 árum seinna, einkum vegna skrifa skordýrafræð- ingsins E. O. Wilson.1 Hugtakið er notað til að lýsa ákveðnum eiginleikum lífríkisins, sem fræðimenn reyna að mæla og meta á ýmsan hátt. Nota má upp- lýsingar um líffjölbreytni til að meta allt frá erfða- fræðilegri sögu lífverutegundar til áhrifa loftslags- breytinga og eru slíkar hlutlausar upplýsingar bæði merkilegar og gagnlegar. Sumir tengja hugtakið hins vegar við náttúru- vernd, telja að líffjölbreytni sé fyrirbæri sem þurfi að vernda og þá í einhverju tilteknu horfi.2 Mark- miðið sé að viðhalda þeirri líffjölbreytni sem fyrir er en ekki t.d. að auka hana á einhvern hátt. Sú stefna er þó ekki laus við mótsagnir og hreinlega undarleg í sumum tilvikum. Þá er hún mjög erfið í framkvæmd því eins og annað í lífríkinu er fjölbreytni breyting- um undirorpin. Nánar um það seinna. Jafnvægi náttúrunnar Mun eldri er hugmyndin um jafnvægi náttúrunnar og má rekja hana til gríska heimspekingsins Herodo- tusar sem uppi var fyrir um 2500 árum síðan.3 Hún er mjög lífseig vegna þess hve jákvæð hún er. Það veitir okkur öryggistilfinningu að vita af því að nátt- úran sé í jafnvægi, eða að hún leiti jafnvægis þegar eitthvað fer úrskeiðis. En hugmyndin er jafn fölsk og hún er falleg. Jafnvægi náttúrunnar var ríkjandi hugmyndafræði náttúrufræðinga á 19. öld og fyrrihluta þeirrar tutt- ugustu. Vistfræðingar lýstu lífríkinu sem sjálfstýr- andi kerfi. Vistkerfi fylgdu ákveðinni framvindu og enduðu alltaf í endanlegu ástandi (hástigi, e: climax) sem viðhélt sér til eilífðar ef ekki kæmi rask.4 Fylgni í stofnsveiflum héra og gaupa var notuð sem dæmi til að sýna að tilhneiging til að viðhalda jafnvægi ríkti.5 Sýnin um jafnvægi náttúrunnar réði einnig för í náttúruvernd. Markmið náttúruverndar skyldi vera að aðstoða náttúruna við að viðhalda jafnvægi. Þjóðgarðar og önnur verndarsvæði voru friðlýst og veiðar, skógarhögg og aðrar athafnir manna bann- aðar. Sum svæði voru lokuð og fólki ekki hleypt þangað. Á önnur svæði mátti koma og skoða en ekki gera neitt annað því náttúran átti að fá að vera í jafn- vægi, að hafa sinn gang.3 En náttúran vissi ekkert um þetta jafnvægi sem hún átti að vera í. Friðlýsing leiddi ekki til jafnvægis. Ófyrirséðar breytingar héldu áfram að eiga sér stað. Skógareldar urðu magnaðri,6 dádýrum fjölgaði og breyttu samsetningu gróðurs,7 svo kölluð hástigs gróðursamfélög reyndust ekki vera eins stöðug og menn héldu, ef þau voru þá á annað borð til8 og dæmisagan um hérann og gaupuna reyndist vera gróf einföldun á mun flóknari ferlum.9 Á seinni árum hafa æ fleiri áttað sig á því að lífríkið er kaotískt sam- safn rasks, endurnýjunar, framvindu, samkeppni, stofnsveiflna, tilflutnings, aðlögunar, útrýmingar og margra annarra þátta. Sama hvað menn leituðu að jafnvægi, þá fannst það nánast hvergi í náttúrunni. Jafnvægi er því eitt vitlausasta hugtak sem hugsast getur til að lýsa náttúrunni. En ýmsar hugmyndir eru lífseigar þótt rangar séu og þannig er með jafnvægi náttúrunnar. Óskhyggjan um jafnvægi ræður enn ríkjum í náttúruverndarlög- Höfundur Þröstur Eysteinsson Í gegnum tíðina hefur skógrækt verið gagnrýnd á ýmsum forsendum, einkum þó þeim að skógur hafi breytingar á umhverfinu í för með sér, þ.m.t. á líffjölbreytni, og að hann keppi við aðra landnýtingu um landrými. Gagnrýni er af hinu góða og öllum er hollt að líta af og til í eigin barm, einnig þeim sem gagnrýna. Í þessari grein verður komið inn á nokkur af þeim atriðum sem verið hafa í umræðunni undanfarið og eitt sérstaklega sem sjaldan er fjallað um, en það er krafa samfélagsins um framleiðslu lífríkisins. Krafan um framleiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.