Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 53

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 53
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201052 gjöf og stefnu í meðferð náttúruverndarsvæða.10 Á náttúruverndarsvæðum skal náttúran hafa sinn gang, a.m.k. þar til að sá gangur gengur gegn okkar skilgreiningu á jafnvægi náttúrunnar. Geri hann það skal eyða lúpínu, höggva tré, innleiða búfjár- beit á ný til að viðhalda rýrlendi og margt fleira þess háttar. Jafnvægi, sem er oftast skilgreint sem óbreytt ástand frá einhverju fyrra horfi, skal þá þröngvað uppá náttúruna ef hennar gangur er ekki sá af sjálfs- dáðum. Líffjölbreytni aftur Í þessu ljósi merkir vernd líffjölbreytni nákvæmlega það sama og að viðhalda jafnvægi náttúrunnar og er jafn mikil ranghugmynd. Ef hinir ýmsu skalar líffjöl- breytni hafa eitt sameiginlegt, þá er það breytileiki með tíma ekki síður en í rúmi. Erfðamengi breytast frá kynslóð til kynslóðar, vistkerfi verða fyrir raski, framvindu og tilflutningum tegunda og jörðin geng- ur í gegnum veðurfars- og jarðfræðilegar breytingar. Þú heimsækir aldrei sama skóg tvisvar. Jafnvel frá degi til dags hefur hann breyst á einhvern hátt. Þessar breytingar eru kaotískar en ekki reglu- bundnar, því þær hafa misjöfn og oft ófyrirsjáanleg áhrif hver á aðra.11 Það að maðurinn skuli valda sumum af þeim áhrifum, og það oft miklum sökum fólksfjölda og tækni, er viðfangsefni bæði nýtingar náttúruauðlinda og náttúruverndar. En ef draga á úr neikvæðum áhrifum hlýtur það þó að byggj- ast á því að hafa raunhæfa sýn, bæði á náttúrunni og áhrifunum. Hugmyndir með takmörkuð tengsl við raunveruleikann, svo sem um jafnvægi í nátt- úrunni og að vernd líffjölbreytni felist í að viðhalda óbreyttu ástandi, gagnast hvorki við að ná árangri í náttúruvernd né skynsamri auðlindanýtingu. Þær leiða oft til tilgangslausra aðgerða með tilheyrandi útgjöldum. Krafan um framleiðslu Undirstaða lífríkisins er framleiðni þess og hluti af þeirri framleiðni endar oft í framleiðslu sem fólk nýt- ir sér. Vistkerfi hafsins framleiða fisk, landvistkerfi breytt og nýtt til landbúnaðar framleiða önnur mat- væli, skógar framleiða timbur o.s.frv. Að framleiðsla lífríkisins sé mannkyninu nauðsynleg er svo augljóst að við tölum varla einu sinni um það. Við fjöllum hins vegar um framleiðslu á annan hátt, þ.e. með peningum, á meðan við fjöllum t.d. um náttúruvernd einkum með orðræðu. Í því felst ákveðinn vandi. Að fjalla um skylda hluti á mismunandi hátt býður uppá hræsni. Í orði hörmum við aðbúnað verkafólks í öðrum löndum og krefjumst atvinnu, góðs aðbún- aðar og góðra launa heimafyrir, en snúum okkur svo við og kaupum sem ódýrastar, innfluttar vörur. Við hörmum gróðureyðingu en kaupum lambakjöt í matinn. Við mótmælum virkjanaframkvæmdum og orkufrekum iðnaði, notum tölvur til að dreifa mótmælunum og fljúgum jafnvel milli landa til að mótmæla, en hvorki tölvur né flugvélar væru til án virkjana og orkufreks iðnaðar. Við tölum gjarnan á einn hátt í orðum en á annan hátt með peningum. Við gerum kröfu um framleiðslu lífríkisins og við gerum hana með neyslu okkar en ekki í orðum. Með neyslu okkar gerum við kröfu um að hafið umhverfis landið haldi uppi velferðar- samfélagi, að rýr heiðarlönd framleiði kindakjöt og að skógar í öðrum löndum framleiði handa okkur pappír til að prenta á bókmenntaarf þjóðarinnar. Krafan um framleiðslu er mjög sterk. Hagkerfið allt byggist á henni (nema reyndar sá leikur að pen- ingum sem kallast „fjármálageirinn“ en það er önnur saga). Í henni felst rekstur fyrirtækja og atvinna fyrir fólk. Mannkynið hefur alla tíð gert framleiðslukröfu á lífríkið og það hefur stundum endað með ósköpum fyrir einstök vistkerfi, einstakar tegundir og einstök samfélög manna. Í því sambandi má nefna hrun vistkerfisins og samfélagsins á Páskaeyju í Kyrrahafi, útrýmingu mammúta og eyðingu skógarauðlindar- innar á Íslandi. Þetta eru dæmi um ósjálfbæra þróun, þ.e. að neysla fyrri kynslóða manna kom í veg fyrir að seinni kynslóðir gætu notið sömu gæða. Mýmörg önnur dæmi mætti nefna. Sjálfbær þróun Framleiðsla er mikilvæg, en það er náttúruvernd einnig og við hvort tveggja þarf að fást á sem skyn- samastan hátt. Samfélagið þarf að finna leið til að samræma það sem það segir með peningum og það sem það segir í orðum. Sjálfbær þróun virðist geta orðið sú leið en reyndar er mjög langt í land með það. Sjálfbær þróun er hugtak sem á uppruna sinn í skógfræði12 og á við hvernig hátta megi nýtingu auðlinda þannig að ekki gangi á möguleika komandi kynslóða til lífsviðurværis, helst að lífsgæði batni með tíma. Flokkun á sorpi og sparneytnir bílar eru aðeins lítil brot af öllu því sem tilheyrir sjálfbærri þróun. Neysluvenjur í heild, ásamt umgengni við náttúruna og annað fólk eru það sem sjálfbærni

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.