Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 60

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 60
59SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 og þótt víðar sé leitað... Eiðahólmi er eins konar Eden, þar sem jurtirnar hafa átt friðland. Hann er helgistaður Eiðamanna og allra. Þar má eng- inn skerða blað á björk né rífa upp blóm með rótum. Staður þessi á að njóta friðunar, um- hyggju og verndar.7 Þetta var skrifað aðeins tveim árum eftir að búið var að sökkva hluta hólmans. Um það var lítið rætt, enda var rafmagnið hærra metið á þeim árum en flest annað. Grein Þórodds var endurbirt í Náttúru- fræðingnum 1941, ásamt flórulista sem höfundur hafði skrifað upp í hólmanum. Þar eru skráðar 56 tegundir blómplantna.8 Höfundur kom í Eiðahólma með Guðgeiri og Vig- fúsi Ingvari, Ingvarssonum, 6. júlí 1997, og skráði þá 60 tegundir, þó ekki allar þær sömu og Þóroddur hafði skráð. Þegar þessir listar voru lagðir saman varð niðurstaðan 75 tegundir villtra blómplantna. Við það má svo bæta 3–4 barrviðartegundum, sem plantað var í hólmann. Skógur og trjárækt í hólmanum Eftir að Eiðaskógur eyddist á 19. öld hefur skógur- inn í Eiðahólma verið nýttur, bæði til áreftis á hús og til eldiviðar, þar sem auðvelt var að sækja þangað á ísi. Er því líklegt að stærstu trén hafi verið höggvin jafnóðum og þau uxu upp. Það sem bjargaði skóg- inum var að sauðfé komst ekki í hólmann og því gat nýgræðingur jafnan vaxið upp. Þórarinn Þórarinsson hafði það eftir gömlu fólki á Eiðum, að þegar það var að alast upp hefði verið mittishátt kjarr í Eiðahólma. Helgi Jónsson kannaði plönturíki Austurlands á árunum 1893–1894, og rit- aði grein um gróðurinn, sem birtist í Botanisk Tids- skrift 1895. Um Eiðahólma ritar hann þetta: Í hólma í Eiðavatni voru Sorbus-tré [reynitré] 3–4 feta há [um 1 m], á ýmsum stöðum í skóg- inum. Í hólmanum var þétt og fallegt kjarr, með mismunandi stórum birkitrjám, oftast þannig sett að trén fóru stöðugt smækkandi út frá miðju lundarins og öfugt. En einnig í þessum fallega skógarhólma, þar sem getur að líta síðustu leifar hins eydda skógar á svæðinu, mátti finna blað- lausa og hálffúna einstaklinga hér og þar, inn á milli hinna fögru og beinvöxnu trjáa... Í hólman- um í Eiðavatni voru 3–5 feta háir gulvíðirunnar inn á milli birkitrjánna...9 C. E. Flensborg kom í Eiða á ferð um Austurland sumarið 1901. Í skýrslu sinni um það ár segir hann hólmana í Eiðavatni vera fjóra, og þeir séu allir vaxnir birkikjarri. Í þeim stærsta (þ.e. Eiðahólma) séu runnarnir að jafnaði 4–6 fet [1,2–1,8 m] á hæð og þroskalegir, en hluti árssprota sé þó kalinn, þar séu einnig gulvíðir og loðvíðir af svipaðri hæð, enn- fremur nokkrir reynirunnar, lægri en birkið og ekki eins gróskulegir, auk þess blettir með lyngmóagróðri. Svo kemur þessi athyglisverða klausa: Á þessari litlu eyju var árið 1894 gerð tilraun með að planta nokkrum fjallafurum og greni, sem voru nú að hluta til að veslast upp, einkum vegna frosta (Barfrost) veturinn 1900–1901. Nokkrar fjallafurur sem á sama tíma var sáð í austurbrekku niður við vatnið virðast þó þrífast sæmilega.10 Einn sverasti bergfurustofninn. Reynivið og birki ber fyrir furuna, 6. júlí 1997. Mynd: HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.