Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 60
59SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010
og þótt víðar sé leitað... Eiðahólmi er eins konar
Eden, þar sem jurtirnar hafa átt friðland. Hann
er helgistaður Eiðamanna og allra. Þar má eng-
inn skerða blað á björk né rífa upp blóm með
rótum. Staður þessi á að njóta friðunar, um-
hyggju og verndar.7
Þetta var skrifað aðeins tveim árum eftir að búið
var að sökkva hluta hólmans. Um það var lítið rætt,
enda var rafmagnið hærra metið á þeim árum en
flest annað. Grein Þórodds var endurbirt í Náttúru-
fræðingnum 1941, ásamt flórulista sem höfundur
hafði skrifað upp í hólmanum. Þar eru skráðar 56
tegundir blómplantna.8
Höfundur kom í Eiðahólma með Guðgeiri og Vig-
fúsi Ingvari, Ingvarssonum, 6. júlí 1997, og skráði
þá 60 tegundir, þó ekki allar þær sömu og Þóroddur
hafði skráð. Þegar þessir listar voru lagðir saman
varð niðurstaðan 75 tegundir villtra blómplantna.
Við það má svo bæta 3–4 barrviðartegundum, sem
plantað var í hólmann.
Skógur og trjárækt í hólmanum
Eftir að Eiðaskógur eyddist á 19. öld hefur skógur-
inn í Eiðahólma verið nýttur, bæði til áreftis á hús og
til eldiviðar, þar sem auðvelt var að sækja þangað á
ísi. Er því líklegt að stærstu trén hafi verið höggvin
jafnóðum og þau uxu upp. Það sem bjargaði skóg-
inum var að sauðfé komst ekki í hólmann og því gat
nýgræðingur jafnan vaxið upp.
Þórarinn Þórarinsson hafði það eftir gömlu fólki
á Eiðum, að þegar það var að alast upp hefði verið
mittishátt kjarr í Eiðahólma. Helgi Jónsson kannaði
plönturíki Austurlands á árunum 1893–1894, og rit-
aði grein um gróðurinn, sem birtist í Botanisk Tids-
skrift 1895. Um Eiðahólma ritar hann þetta:
Í hólma í Eiðavatni voru Sorbus-tré [reynitré]
3–4 feta há [um 1 m], á ýmsum stöðum í skóg-
inum. Í hólmanum var þétt og fallegt kjarr, með
mismunandi stórum birkitrjám, oftast þannig
sett að trén fóru stöðugt smækkandi út frá miðju
lundarins og öfugt. En einnig í þessum fallega
skógarhólma, þar sem getur að líta síðustu leifar
hins eydda skógar á svæðinu, mátti finna blað-
lausa og hálffúna einstaklinga hér og þar, inn á
milli hinna fögru og beinvöxnu trjáa... Í hólman-
um í Eiðavatni voru 3–5 feta háir gulvíðirunnar
inn á milli birkitrjánna...9
C. E. Flensborg kom í Eiða á ferð um Austurland
sumarið 1901. Í skýrslu sinni um það ár segir hann
hólmana í Eiðavatni vera fjóra, og þeir séu allir
vaxnir birkikjarri. Í þeim stærsta (þ.e. Eiðahólma)
séu runnarnir að jafnaði 4–6 fet [1,2–1,8 m] á hæð
og þroskalegir, en hluti árssprota sé þó kalinn, þar
séu einnig gulvíðir og loðvíðir af svipaðri hæð, enn-
fremur nokkrir reynirunnar, lægri en birkið og ekki
eins gróskulegir, auk þess blettir með lyngmóagróðri.
Svo kemur þessi athyglisverða klausa:
Á þessari litlu eyju var árið 1894 gerð tilraun
með að planta nokkrum fjallafurum og greni,
sem voru nú að hluta til að veslast upp, einkum
vegna frosta (Barfrost) veturinn 1900–1901.
Nokkrar fjallafurur sem á sama tíma var sáð í
austurbrekku niður við vatnið virðast þó þrífast
sæmilega.10
Einn sverasti bergfurustofninn. Reynivið og birki ber fyrir
furuna, 6. júlí 1997. Mynd: HH