Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 61

Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 61
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201060 Flensborg segir Eiðaskóla halda vernd yfir eynni og leyfi þar ekki skógarhögg; stór tré í hólmunum hafi, að sögn, verið höggvin upp þegar á 17. öld, en kjarrskógur hafi verið í Eiðalandi allt fram á 19. öld og þess sjáist greinileg merki í gróðri og jarðvegi. Honum líst vel á að koma upp skógræktarreit í Eiða- hólma eða í Stórahaga, sem auðvelt sé að girða. Þetta var í skólastjóratíð Jónasar Eiríkssonar, sem hafði hlotið búfræðimenntun í Noregi og Danmörku. Sam- kvæmt þessu hefur fyrsta tilraun til plöntunar barr- trjáa á Héraði farið fram í Eiðahólma 1894, en ekki er vitað hvort eitthvað af þeim komst á legg. Fururnar á vatnsbakkanum hafa líklega eyðilagst þegar hækkað var í vatninu 1935, nema þær hafi verið fluttar. Einar Helgason ritar í Garðyrkjuritið 1922: Í Eiðavatni skammt frá bænum [Eiðum] er hólmi, vaxinn kjarrskógi. Um 1910 var byrjað að grisja kjarrið; hefir það tekið miklum fram- förum síðan. Sá jeg stóran mun á kjarrinu nú, miðað við það sem það var fyrir 35 árum, er jeg var þar kunnugur. Gróðursett hefir verið tölu- vert af trjám í hólmann, í skjóli birkitrjánna sem fyrir voru; mun það hafa verið gjört 1912. Það sem gróðursett hefir verið er nær því eingöngu reynir og fjallafura. Lágar eru þessar gróður- settu plöntur ennþá, fjallafururnar, þær hæstu 0,60 m, en reynirinn lægri. Nokkrar gamlar reynihríslur eru í hólmanum. Hólminn hefir lengi verið staðarprýði og verður það vafalaust enn meir hjer eftir.11 Reynirinn og fjallafuran hafa líklega verið fengin frá skógræktarstöðinni á Hallormsstað, sem tók til starfa 1902, en gætu líka hafa verið alin upp í Gróðrarstöðinni á Eiðum, sem stofnuð var 1905. Árið 1924 er þess getið í skólaskýrslu Eiðaskóla að sótt hafi verið jólatré í Eiðahólma og nemendur skreytt það. Jóhann Magnússon (2009) getur þess líka að jólatré fyrir jólaböll í Eiðaskóla á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið sótt í Eiðahólma.12 Sigurður Helgason lýsti Eiðahólma í blaðinu Kjal- nesingi 1931, og segir m.a.: „Eiðahólminn er gullfal- legur staður. Skógurinn er ekki hávaxinn, en allvel hirtur. Stígar eru á milli trjánna og sumsstaðar eru rjóður. Þar vex mikið af blómum, einkum blágresi, og nokkuð af öndum verpir þar. Ævintýrablær hvílir yfir hólmanum þarna úti í tæru vatninu.“ 13 Þóroddur Guðmundsson (1938) ritar um trjágróður- inn: Gróðri er þannig varið að mest ber á birkiskógi „skreyttum reynitrjám“. En jaðrar hólmans, þar sem raklent er, eru vaxnir hávöxnum, þróttmikl- um gulvíði. Þar vaxa þrjár tegundir barrtrjáa, einir, greni og fura. Grenið og furan voru gróður- sett árin 1911–12 af Umf. Þór í Eiðahreppi. Eitt grenitréð er vaxið upp af fræi. Hæstu fururnar eru nú orðnar 2,5 m og tvö grenitré hafa náð svipaðri hæð, en öll eru þau grennulegri... Setja hin sígrænu barrtré á hólmann óvenjulegan svip og valda skemmtilegri tilbreytni í gróðri hans. 14 Það hafa greinilega orðið mikil umskipti á þessum 16 árum (1922–1938) því að barrtrén hafa til jafnaðar hækkað um 2 m, en þá hafði um þriðjungur hólm- ans farið á kaf í vatnið. Á næstu árum varð birkið fyrir miklu áfalli af völdum skógarmaðks. Þórar- inn Þórarinsson ritar í ársskýrslu Eiðaskóla 1944: „Eiðahólmi er nú aftur að ná sér eftir ormaplágu þá hina miklu, sem yfir hann gekk árin 1939-1942. Barrtrén sem gróðursett voru þar á árunum 1911- 12, hafa tekið undraverðum framförum, einkum hin síðari ár.15 Í ritgerð sinni um sögu Eiðaskógar minn- ist Þórarinn líka á þessa ormaplágu, og segir ekki hafi verið „annað sýnna en að maðkurinn myndi ganga að skóginum dauðum.“ Líklega hafa þá flest elstu birkitrén drepist, en skógurinn í Eiðahólma rétti samt úr kútnum. Skógur í Eiðahólma um aldamótin Í fyrrnefndri ferð minni í Eiðahólma 1997, skráði ég 3–4 tegundir barrtrjáa. Langmest er af furuteg- und, sem ég taldi vera bergfuru (Pinus uncinata), en lengi vel var hún talin afbrigði af fjallafuru (Pinus montana/mugo), eins og fram kemur í ofanrituðum heimildum. Af henni eru 20–25 tré í hólmanum, sem aðallega standa í tveimur beinum röðum sitt hvoru megin við stíginn sem liggur langs eftir hrygg hólmans og mynda þar trjágöng á köflum. Trén voru býsna vöxtuleg, höfðu mörg þeirra náð 5–6 m hæð og þau hæstu líklega um 7 m. Flest eru með einum aðalstofni neðst, en greinast vanalega í fleiri stofna um 1–3 m frá jörð. Aðalstofnar eru sumir mjög sver- ir, allt að 70 sm að þvermáli. Þessi furutré eru yfir- leitt 1-2 m hærri en birkiskógurinn umhverfis, auk þess mjög greinamörg og mikil að ummáli og sjást
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.