Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 61

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 61
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201060 Flensborg segir Eiðaskóla halda vernd yfir eynni og leyfi þar ekki skógarhögg; stór tré í hólmunum hafi, að sögn, verið höggvin upp þegar á 17. öld, en kjarrskógur hafi verið í Eiðalandi allt fram á 19. öld og þess sjáist greinileg merki í gróðri og jarðvegi. Honum líst vel á að koma upp skógræktarreit í Eiða- hólma eða í Stórahaga, sem auðvelt sé að girða. Þetta var í skólastjóratíð Jónasar Eiríkssonar, sem hafði hlotið búfræðimenntun í Noregi og Danmörku. Sam- kvæmt þessu hefur fyrsta tilraun til plöntunar barr- trjáa á Héraði farið fram í Eiðahólma 1894, en ekki er vitað hvort eitthvað af þeim komst á legg. Fururnar á vatnsbakkanum hafa líklega eyðilagst þegar hækkað var í vatninu 1935, nema þær hafi verið fluttar. Einar Helgason ritar í Garðyrkjuritið 1922: Í Eiðavatni skammt frá bænum [Eiðum] er hólmi, vaxinn kjarrskógi. Um 1910 var byrjað að grisja kjarrið; hefir það tekið miklum fram- förum síðan. Sá jeg stóran mun á kjarrinu nú, miðað við það sem það var fyrir 35 árum, er jeg var þar kunnugur. Gróðursett hefir verið tölu- vert af trjám í hólmann, í skjóli birkitrjánna sem fyrir voru; mun það hafa verið gjört 1912. Það sem gróðursett hefir verið er nær því eingöngu reynir og fjallafura. Lágar eru þessar gróður- settu plöntur ennþá, fjallafururnar, þær hæstu 0,60 m, en reynirinn lægri. Nokkrar gamlar reynihríslur eru í hólmanum. Hólminn hefir lengi verið staðarprýði og verður það vafalaust enn meir hjer eftir.11 Reynirinn og fjallafuran hafa líklega verið fengin frá skógræktarstöðinni á Hallormsstað, sem tók til starfa 1902, en gætu líka hafa verið alin upp í Gróðrarstöðinni á Eiðum, sem stofnuð var 1905. Árið 1924 er þess getið í skólaskýrslu Eiðaskóla að sótt hafi verið jólatré í Eiðahólma og nemendur skreytt það. Jóhann Magnússon (2009) getur þess líka að jólatré fyrir jólaböll í Eiðaskóla á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið sótt í Eiðahólma.12 Sigurður Helgason lýsti Eiðahólma í blaðinu Kjal- nesingi 1931, og segir m.a.: „Eiðahólminn er gullfal- legur staður. Skógurinn er ekki hávaxinn, en allvel hirtur. Stígar eru á milli trjánna og sumsstaðar eru rjóður. Þar vex mikið af blómum, einkum blágresi, og nokkuð af öndum verpir þar. Ævintýrablær hvílir yfir hólmanum þarna úti í tæru vatninu.“ 13 Þóroddur Guðmundsson (1938) ritar um trjágróður- inn: Gróðri er þannig varið að mest ber á birkiskógi „skreyttum reynitrjám“. En jaðrar hólmans, þar sem raklent er, eru vaxnir hávöxnum, þróttmikl- um gulvíði. Þar vaxa þrjár tegundir barrtrjáa, einir, greni og fura. Grenið og furan voru gróður- sett árin 1911–12 af Umf. Þór í Eiðahreppi. Eitt grenitréð er vaxið upp af fræi. Hæstu fururnar eru nú orðnar 2,5 m og tvö grenitré hafa náð svipaðri hæð, en öll eru þau grennulegri... Setja hin sígrænu barrtré á hólmann óvenjulegan svip og valda skemmtilegri tilbreytni í gróðri hans. 14 Það hafa greinilega orðið mikil umskipti á þessum 16 árum (1922–1938) því að barrtrén hafa til jafnaðar hækkað um 2 m, en þá hafði um þriðjungur hólm- ans farið á kaf í vatnið. Á næstu árum varð birkið fyrir miklu áfalli af völdum skógarmaðks. Þórar- inn Þórarinsson ritar í ársskýrslu Eiðaskóla 1944: „Eiðahólmi er nú aftur að ná sér eftir ormaplágu þá hina miklu, sem yfir hann gekk árin 1939-1942. Barrtrén sem gróðursett voru þar á árunum 1911- 12, hafa tekið undraverðum framförum, einkum hin síðari ár.15 Í ritgerð sinni um sögu Eiðaskógar minn- ist Þórarinn líka á þessa ormaplágu, og segir ekki hafi verið „annað sýnna en að maðkurinn myndi ganga að skóginum dauðum.“ Líklega hafa þá flest elstu birkitrén drepist, en skógurinn í Eiðahólma rétti samt úr kútnum. Skógur í Eiðahólma um aldamótin Í fyrrnefndri ferð minni í Eiðahólma 1997, skráði ég 3–4 tegundir barrtrjáa. Langmest er af furuteg- und, sem ég taldi vera bergfuru (Pinus uncinata), en lengi vel var hún talin afbrigði af fjallafuru (Pinus montana/mugo), eins og fram kemur í ofanrituðum heimildum. Af henni eru 20–25 tré í hólmanum, sem aðallega standa í tveimur beinum röðum sitt hvoru megin við stíginn sem liggur langs eftir hrygg hólmans og mynda þar trjágöng á köflum. Trén voru býsna vöxtuleg, höfðu mörg þeirra náð 5–6 m hæð og þau hæstu líklega um 7 m. Flest eru með einum aðalstofni neðst, en greinast vanalega í fleiri stofna um 1–3 m frá jörð. Aðalstofnar eru sumir mjög sver- ir, allt að 70 sm að þvermáli. Þessi furutré eru yfir- leitt 1-2 m hærri en birkiskógurinn umhverfis, auk þess mjög greinamörg og mikil að ummáli og sjást

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.