Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 62

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 62
61SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 langt að. Þessi gamla bergfura í Eiðahólma hefur verulegt minjagildi. Um 7–8 grenitré eru í hólmanum, flest innan til á hrygg hans, yfirleitt heldur rytjuleg og varla nema 3–5 m á hæð. Tvö tré voru þó mun þroskalegri, um 7,5 m há, og er annað þeirra SV-til á hólm- anum. Sigurður Blöndal segir í grein sinni um inn- fluttu barrtrén í Skógræktarritinu, 2004, að eitt gamalt hvítgrenitré sé í hólmanum.16 Líklega eru þar fleiri tré af þeirri tegund, en annars sýndist mér flest þeirra bera keim af rauðgreni. Þetta eru þær grenitegundir sem helst var reynt að planta um og eftir aldamótin 1900. Eitt tré af fjallaþin (Abies las- iocarpa) er á klettabakkanum austan megin, nálægt miðjum hólma, sæmilega þriflegt, mjög þéttvaxið, um 3,5 m á hæð, en toppskemmt af öðrum trjám. Þessi tré eru líklega flest frá plöntun Umf. Þórs á árunum 1911–12, og eru því orðin aldargömul. Meðalhæð birkiskógarins sýndist mér vera 3–4 m, en það kallast almennt kjarrskógur; hæstu birkitrén voru 6–7 m á vesturströnd hólmans og yst á hon- um. Reynir vex víða í hólmanum, en þar eru engin verulega stór reynitré, þau stærstu svipuð á hæð og hæsta birkið og margstofna. Mikið er af gulvíði, einkum með ströndum fram, og slútir hann sum- staðar út yfir vatnið. Lengstu stofnar voru 4–5 m. Talsvert er af loðvíði og einir vex í breiðum. Þegar ég kom í hólmann í febrúar 2008 virtist þar vera talsvert af dauðum eða hálfdauðum birkitrjám, lík- lega eftir maðkfaraldur um og eftir aldamótin 2000. (Sbr. grein höfundar o.fl. í Skógræktarritinu, 2. hefti 2006.) Samkomustaður og helgistaður Ungmennafélagið Þór í Eiðaþinghá var stofnað 1909. Það mun fljótlega hafa ‚uppgötvað‘ Eiðahólma og fengið hann til afnota fyrir samkomur sínar. Ár- mann Halldórsson telur að um þriðjungur hólmans hafi farið undir vatn 1935, en líklega er það ofætlað. Hann segir svo frá: „Skömmu eftir aldamótin var gert rjóður í hólmanum suðvestanverðum og komið þar upp fundarstað með hlöðnum torfbekkjum sem greru vel og fór lítið fyrir.“ Hann telur að „mestur hluti þessa snotra samkomusvæðis“ hafi farið undir vatn.17 Þórarinn orðar það svo: Félagið fékk hólmann til afnota fyrir hátíðar- samkomur sínar, grisjaði skóginn og gerði um hann göngubrautir, útbjó samkomusvæði á vestanverðum hólmanum þar sem hann var sléttlendur. Er þessi hluti hans nú að mestu leyti kominn undir vatn. Hlaðið var upp borði og bekkjum, og í miðju hringmynduðu svæði var hlaðin upp grjóthæð undir fánann og ræðu- manninn, hver sem hann var, en ræðuhöld og söngur voru iðkuð mjög á samkomum ung- mennafélaganna.18 Enn má sjá leifar þessara mannvirkja í grunnri lág á vesturströnd hólmans, sem er að mestu skóglaus. Þar sést móta fyrir torfbekkjum á ferhyrndu svæði, með dálítilli upphækkun og grjóthrúgu í miðju. (Þar lágu hálfbrunnir viðarbolir í júlí 1997, líklega leifar af varðeldi.) Ef til vill hefur samkomustaðurinn verið færður til eftir vatnsborðsbreytinguna þó þeir félagar geti þess ekki. Benedikt frá Hofteigi orðar það á sinn rómantíska hátt í Eiðasögu sinni: Segja mætti að þó hafi meira verið unnið sálrænt í hólmanum en handrænt, enda gerðist hólminn ungmennafélögunum mjög kær og átti sinn þátt í því að vekja og glæða þrá manna eftir hinu horfna dálæti landsins, sem allir vildu að kæmi aftur við hyggileg vinnubrögð og hag- ræna stefnu um notkun lands. Þannig liðu árin. Margt fagurt sumardagskvöld voru ungmenna- félagarnir saman komnir í hólmanum við söng og ræðuhöld, en lítill bátur gekk á sundinu milli lands og hólma, og sátu meyjar jafnt og sveinar undir árum.19 Eitthvað var um hópferðir neðan af Fjörðum til að skoða Eiðahólma. Það er í minnum haft að Halldór Prúðbúið fólk á vesturströnd Eiðahólma og ferjubátur á sundinu, sér í Stórahaga, sem þá var skóglaus. Myndin er líklega tekin á árunum 1910–20. Ljósmynd frá Sigurði Blöndal, nú í Héraðsskjalasafni, Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.