Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 79

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 79
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201078 Fimmtudagur 2. september Þessi dagur var helgaður Þórshöfn og nágrenni. Með hópnum þennan dag var Tóri í Hoyvik, garðyrkju- stjóri Þórshafnar, sem hefur umsjón með grænum svæðum í Þórshöfn, auk kirkjugarða. Byrjað var á að fara á Fornminjasafnið, en þar tók Regin Debess safnvörður á móti hópnum. Kynnti hann safnið og nokkra muni þess og stóð svo fyrir svörum um hvað- eina er íslensku ferðalangana langaði að forvitnast um í safninu, en þar má sjá ýmsa muni, m.a. báta, þjóðbúninga, málverk er lýsa lífinu á eyjunum, ljós- myndir og finna ýmsan fróðleik um færeyska sögu og menningu. Frá Fornminjasafninu var svo gengið að og í gegnum viðarlundi í Hoydal. Þar er einn af elstu tilraunareitunum og voru fyrstu trén sett niður árið 1914, í sambandi við berklahæli sem þar var. Ekkert af þeim trjám er reyndar á lífi nú, elstu trén eru frá 3. og 4. áratugnum. Berklahælinu var síðar breytt í menntaskóla, sem var áður eini menntaskólinn í Færeyjum og hefur því stór hluti Færeyinga einhver tengsl við staðinn, bæði í gegnum berklahælið og skólann. Tegundum í lundinum hefur verið fjölgað, sérstaklega eftir að hluti hans féll í storminum 1988. Meðal annars má finna þarna japanslerki, sitkagreni, stafafuru, lenju, döglingsvið, ryðöl, selju, glæsitopp, eðalþin, hafþyrni, auk fágætari tegunda eins og risa- lífvið, „apahrelli“ (Araucaria araucana), Buddleia globosa og Lomatia hirsuta. Hæstu tré Færeyja eru í þessum skógi, um 20 m á hæð. Gönguferðin endaði svo í gróðrarstöðinni í Hoy- dal. Þar biðu ferðalanganna borð og bekkir með kaffihressingu. Þar sagði Trónd- ur stuttlega frá starfsemi gróðrar- stöðvarinnar og sögu svæðisins. Landið var áður í einkaeigu, en var keypt af sveitarfélaginu í Þórshöfn 1970. Sveitarfélagið gerði svo langtímasamning við Skógfriðingarnevndina um afnot af svæðinu árið 1978. Formaður Skógfriðingarnevndarinnar, Sigga Rasmussen, heilsaði upp á ís- lensku ferðalangana og minntist á samstarf þessara frændþjóða í skógrækt í gegnum tíðina. Að ákaflega eftirminnilegt. Vegurinn liggur yfir fjall og er hlykkjóttur og mjór og bratt niður á köflum, þannig að ekki var laust við að færi um suma ferða- langana. Stoppað var á leiðinni við Hesturin, en þar ganga þverhníptir hamrar í sjó fram, um 400 m háir, og þurftu ferðalangarnir því að fara mjög varlega við útsýnisskoðun og myndatöku. Útsýnið var óneitanlega stórkostlegt, en meðal annars er þar gott útsýni á hamarinn Beinisvörð, sem er um 470 m á hæð og nær lóðréttur upp af sjónum. Ekið var svo áfram til Sumba, tekinn einn rúntur um bæinn og svo haldin fljótlegri leiðin gegnum göngin til baka, enda þurftu ferðalangarnir að vera komnir tíman- lega í ferjuna við Þvereyri. Við tók róleg sigling aftur til Þórshafnar. Skemmtilegt „snuddutré“ í viðarlundinum í Trongisvági. Ferðalangarnir skoða sig um í Forn- minjasafninu í Þórshöfn.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.