Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 80

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 80
79SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 kaffihléi loknu var haldið í gönguferð um stöðina undir leiðsögn Rakul A. Dam, sem er ræktunarstjóri stöðvarinnar. Byrjað var á að ganga um safn tegunda ættuðum frá suðurhveli jarðar (S-Ameríku, Nýja- Sjálandi, Tasmaníu), því næst farið um ræktunar- svæðið, kíkt í gróðurhúsin og endað á sölusvæðinu, en ekki var laust við að sumir ferðalanganna hafi gjóað ágirndaraugum á sumar plönturnar sem þar fengust. Að skoðunarferðinni lokinni var tekinn smá krókur að Norðurlandahúsinu í Þórshöfn, sem er sérlega glæsileg bygging. Eftir stuttan stans þar var svo haldið á Hotel Hafnia í hádegismat. Eftir matinn skiptist hópurinn. Hluti hópsins valdi frjálsan tíma í bænum til að skoða Þórshöfn á eigin vegum en hluti fór með Tróndi og Tóri í trjáskoðunarferð um bæ- inn. Gengið var frá Hotel Hafnia til viðarlundarins í Gundadali og kíkt á garða í leiðinni. Það var einmitt í Gundadali sem skóg- rækt hófst 1885, þannig að þetta er elsti lundur Færeyja. Viðar- lundurinn er sérlega skemmti- legur – mjög fjölbreyttur gróður, gott stígakerfi og í norðurenda hans stendur Listasafn Færeyja. Í gegnum lundinn rennur smá á. Gengið var markvisst í það fyrir nokkrum árum að gera ána heppilega fyrir fisk, með hreinsun og aðlögun farvegar, og tókst það svo vel að má nú sjá sprellandi silung í ánni. Eins og í mörgum öðrum lundum á eyjunni féll töluvert af trjám í storm- inum 1988 – einkum stafafura og sitkagreni. Var hluti þeirra fjarlægður og timbrið notað í gólfið á Listasafninu, en nokkur tré voru, að yfirlögðu ráði, skilin eftir á hliðinni og eru það nú ein vinsælustu trén í garðinum hjá ungviðinu, því þau eru fyrirtaks klifurtré. Hópurinn safnaðist svo aftur saman niður við höfn í Þórshöfn og hélt upp í rútuna og af stað til Kirkjubæjar. Í Kirkjubæ tók á móti hópnum Jóhan Hendrik W. Poulsen, prófessor emeritus í færeyskri málfræði, stundum kallaður „Orðabókin“. Kirkjubær var Gengið um viðarlundina í Hoydal í góðviðrisþoku. Rakul A. Dam kynnir gróðrarstöðina fyrir hópnum. Eitt vinsælasta tréð í viðarlundinum hjá börnum að klifra í og gott dæmi um hvernig snúa má því sem venju- lega væri talið áfall í skógrækt upp í jákvæðan hlut, Mynd: BJ

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.