Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 81
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201080
biskupssetur á miðöldum og var þar byggð dóm-
kirkja – Magnúsarkirkjan – um 1300. Var byrjað á
að skoða hana. Menn deilir á um hvort dómkirkjan
hafi verið fullbyggð, en Jóhan Hendrik taldi líklegra
að svo hefði verið og benti á vígslustein og vígslu-
krossa í kirkjunni því til stuðnings. Úr dómkirkjunni
var svo haldið í Reykstofuna, sem er hluti Kirkju-
bæjarbýlisins, en hún var upprunalega byggð um
1100. Er Kirkjubæjarbýlið eitt elsta timburhús í
heimi sem enn er búið í. Að lokum var haldið til
núverandi kirkju í Kirkjubæ, en útveggir hennar eru
frá 12. öld, sem gerir hana að elstu kirkju Færeyja,
sem enn er í notkun. Prófaði hópurinn hljómburð-
inn í kirkjunni með því að fá lánaðar færeyskar
sálmabækur sem í kirkjunni voru og taka Ó Jesú
bróðir besti á færeysku. Því næst
var Jóhan Hendrik kvaddur og
stefnan tekin aftur á Þórshöfn.
Í Þórshöfn var svo kvöldverður
og móttaka í boði Þórshafnar.
Fór hún fram í Hornahúsinu,
sem er gamalt bóndabýli, er
sveitarfélagið Þórshöfn notar
sem móttökuhús. Bauð Heðin
Mortensen, borgarstjóri Þórs-
hafnar, Íslendingana velkomna og
svo tók við góður matur, söngur
og gleði og gaman. Var Jákup
Simonsen, deildarstjóra mennta-
máladeildar Þórshafnar, þakkað
fyrir góðar móttökur Þórshafnar,
en borgarstjórinn þurfti að hverfa
til annarra skyldustarfa áður en
kvöldið var úti. Einnig var Tóri
í Hoyvik þakkað fyrir leiðsögn og samveru. Loks
var svo Tróndi þakkað fyrir skipulagninguna, sam-
veruna og fræðsluna, en hann var fyrirtaks leiðsögu-
maður. Dagskránni lauk svo með smá kennslustund
í færeyskum hringdansi, áður en haldið var út í rútu
og ekið til Runavik, en þar var gist síðustu nóttina.
Föstudagur 3. september
Lítill tími gafst til annars en að koma sér út á flug-
völl, þótt óneitanlega mætti njóta útsýnisins á leið-
inni þangað, en þennan dag var mjög gott veður –
sólskin og blíða. Á flugvellinum urðu svo skil – hluti
hópsins tók flugið heim til Íslands, en hluti varð eftir
og kom heim þremur dögum síðar. Nánar verður
sagt frá framhaldsferðinni síðar.
Jóhan Hendrik W. Poulsen segir frá Kirkjubæ í Reykstofunni.
Skilaboð frá bæjarstjórn Þórshafnar til íbúa bæjarins.
Óskandi væri að sveitarfélög hér á landi tækju þetta sér
til fyrirmyndar.
Tróndur Leivsson, Ólavur Rasmussen og Kristin Michel-
sen taka lagið fyrir Íslendingana.