Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 88

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 88
87SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 ingar og þúsundir landsmanna byggja bústaði á landsbyggðinni þar sem mikil ræktun er stunduð. • Með stofnun Yrkjusjóðsins hefur æsku landsins gefist kostur á að gróðursetja tré og með þeim hætti fá þúsundir ungmenna í grunnskólum lands- ins tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar á mikilvægi þess að rækta og bæta landið. Á hverju ári hafa um 100 grunnskólar og 7-8 þúsund ung- menni tekið þátt í þessu starfi. • Með skógarlundum víðsvegar um landið hafa skógræktarfélögin skapað mikilvæga aðstöðu til fjölbreyttrar útivistar öllum til yndisauka. Þúsund- ir nýta sér skógræktarsvæði landsins til afþreying- ar og andlegrar og líkamlegrar heilsubótar. Þetta starf heldur áfram í Landgræðsluskógaverkefninu með góðum stuðningi stjórnvalda og Alþingis. • Með stofnun og starfi Kolviðar vill félagið leggja sitt af mörkum til að Ísland geti staðið við mark- mið sín í loftslagsmálum. Aukin skógrækt á Ís- landi, sem einu sinni var skógi vaxið, er eitt af því sem hægt er að gera til að sporna við losun kol- tvísýrings út í andrúmsloftið. • Með aukinni skógrækt verður til sjálfbær auðlind sem þjóðin getur nýtt um ókomnar kynslóðir bæði til efnahagslegrar og andlegrar uppbyggingar. • Skógrækt er nú stunduð í öllum hlutum landsins. Hún hefur jákvæð áhrif á byggðaþróun og með henni dafna tækifæri í ferðaþjónustu auk þess sem hún skapar tækifæri til nýrra atvinnuhátta, s.s. þróunar á timburafurðum. Þrátt fyrir þennan árangur eru enn mörg verk að vinna: • Til að stuðla að útbreiðslu náttúrulegra skóga er nauðsynlegt að draga enn úr lausagöngu búfjár. Skógræktarfélag Íslands þarf enn að berjast fyrir því að búfjárhald lúti eðlilegum takmörkunum svo land grói sem mest upp með sjálfgræðslu. Taumlaus beit og lausaganga búfjár á að heyra fortíðinni til. • Skipulagsmál hafa verið ofarlega í hugum margra skógræktarfélaga. Á þenslutíma síðustu ára hafa mörg aðildarfélög orðið fyrir barðinu á þeirri miklu útþenslu sem mörg sveitarfélög stóðu að. Í skipulagslögum eru skógræktarsvæðin ekki skil- greind sérstaklega heldur hafa þau skilgreininguna „Opin svæði til sérstakra nota“. Þessi óljósa skil- greining hefur ekki reynst fela í sér neina vörn þegar á hefur reynt og því hafa mörg aðildarfélög þurft að glíma við að verja rétt sinn. Nýleg skóg- ræktarsvæði hafa vikið fyrir útþenslu byggðar sem hefði verið unnt að koma fyrir með öðru móti. • Komið hefur í ljós að réttarstaða nýmarka og skógræktarsvæða er mjög veik hvort sem litið er til skipulagslaga, skógræktarlaga eða náttúru- verndarlöggjafar. Nauðsynlegt er að styrkja stöðu skógræktarsvæða þannig að slíkir árekstrar heyri sögunni til í framtíðinni. Almannahagsmunir eiga þar að vera í fyrirrúmi en ekki stundarhagsmunir og skammtímasjónarmið. • Mikilvægt er að stuðla að því að sem flestir, sem áhuga hafa, geti stundað skógrækt sér til yndis- auka og þjóðinni til framdráttar. Halda þarf áfram að gera skóga á vegum aðildarfélaganna aðgengi- lega fyrir almenning. • Efla þarf skilning á gildi skóga og meðvitund um þær gróðurfarsbreytingar sem eru að verða m.a. vegna breyttra atvinnuhátta og loftslagsbreytinga. Einnig þarf að breiða út þekkingu á umhirðu skóga og leiðum til að auka líffræðilega fjölbreytni þeirra og yndi sem fólk hefur af þeim. Fræðandi umræða er vísasta leiðin til að auka þekkingu og efla þarf enn frekar útgáfustarf félagsins og miðlun eftir rafrænum leiðum. Skógræktarfélag Íslands vill á þessum tímamótum þakka þeim aðilum sem lagt hafa starfi félagsins og aðildarfélaganna lið á undanförnum árum. Þar ber fyrst að þakka þeim fjölmörgu félagsmönnum sem með stuðningi og hvatningu leggja félagastarfinu liðsinni sitt með ýmsum hætti og starfi hundruða stjórnarmanna í þeim 60 félögum sem starfa um landið. Allt það starf verður seint metið til fjár. Einnig vill félagið þakka stjórnvöldum og Alþingi fyrir þann stuðning sem félagið og skógræktar- hreyfingin hefur fengið á undanförnum árum og góð samskipti um málefni skógræktar í landinu. Þá vill félagið þakka þeim einstaklingum, fyrirtækjum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.