Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 8

Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 8
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20116 Hamfaraflóð Aðfaranótt 15. desember 1998 brast aðveituæð að Rafstöðinni í Elliðaárdal með þeim afleiðingum að í rúmlega hálfa klukkustund streymdu á sekúndu hverri 12 rúmmetrar af vatni niður Elliðaárdalinn. Vatnsflaumurinn fossaði fram rétt vestan við félags- heimili Orkuveitu Reykjavíkur og ruddi burt hluta af vegi og bílastæði við félagsheimilið og rauf 15 – 30 metra breitt skarð í hlíðina þar neðan við svo að trjágróður og allt að tveggja metra þykkur jarð- vegur sópaðist í burtu og klöppin stóð nakin eftir. Nálega 1.500 rúmmetrar jarðefna skoluðust burt og dreifðust þau ásamt trjám og gróðurtorfum yfir um það bil 700 fermetra svæði á flatlendinu neðan við, en eitthvað barst alla leið niður í árfarveginn og til sjávar. Skemmdir á gróðri urðu mestar í skógivax- inni brekkunni, þar sem meginrofið varð og svo á flatlendinu þar sem mismunandi þykkt lag af fram- burði lagðist yfir gróðurlendið. Segja má að afleiðingar flóðsins séu áþekkar þeim sem verða oft hér á landi af völdum náttúruhamfara svo sem skriðufalla og flóða. Aðstæðurnar eru þó um margt ólíkar. Rofið átti sér stað í landi sem hafði verið friðað fyrir beit í nokkra áratugi og þar var vaxinn upp skógur með mörgum helstu trjátegund- um sem ræktaðar eru hér á landi. Þarna var einstakt tækifæri til að fylgjast með endurgræðslu og gróður- framvindu á mjög röskuðu landi í óvenju gróðursælu Endurgræðsla eftir flóð í Elliðaárdal Höfundur Jóhann Pálsson Víða hafa fræplöntur tveggja eða fleiri tegunda vaxið upp mjög nærri hver annarri, hér má sjá viðju, sitkagreni og birki í einum hnappi.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.