Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 17

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 17
15SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 (upplýs. frá Skogfrösentralen í Hamar), en vitað er að það kom til Noregs frá Skotlandi fyrir 300 árum. Meðal góðu trjánna af kvæmunum frá Celerina, Törbel og Sandvika eru einnig fullt af viðrinum, bugðóttum trjám og runnakræklur. Augljóst er að enn er langt í að fáist upp jöfn og falleg tré af einu góðu kvæmi af evrópulerki. Tvö evrópulerkitré í Múlakoti Til eru tvö eldri tré af kvæminu frá Celerina, ættuð úr 1780 metra hæð, sem standa í trjásafninu í Múlakoti. Til þeirra var sáð árið 1972 á Tumastöðum. Þau eru orðin vel yfir 15 metra há, með þráðbeinan trjástofn og dæmigerða breiða evrópulerkiskrónu. Fræmynd- un er komin vel af stað á þeim og ekki eftir neinu að bíða að sækja sér íslenskt evrópulerkisfræ. Fræ af þessum trjám spíraði vel í Nátthaga árið 2010. Næstu ár eftir 1972 var sáð fleiri kvæmum ættuð- um úr háfjallaskógum Graubünden í Austur-Sviss, en þau virðast hafa misfarist mjög mikið eða alveg í mörgum köldum árum frá 1979–1995. Sumarið 1993 lifir lengi í minningunni, enda fraus allmikið á mörgum stöðum sunnanlands um 25. júlí og aftur 10. ágúst. Má nærri geta, að frost í miðjum mesta vextinum þegar frostþol er ekkert, hefur stórskaðað og jafnvel steindrepið plöntur, sérstaklega ung tré sem voru rétt að byrja að hækka upp fyrir gróður- lagið í kring. Slíkar hremmingar henda alltaf aftur, en með almennri hlýnun loftslagsins síðustu 15 árin verður vonandi lengra á milli þeirra. Margt annað en veðrið hefur áhrif á hversu vel samanburðartilraun heppnast, til dæmis forræktun á plöntum, ástand plantna við gróðursetningu, gróðursetningarstaðir, gróðursetningartími, þurrkar eftir gróðursetningu, jarðvegur og lega tilraunareita. Sams konar tilraun getur verið að mestu mislukkuð á einum stað, en vel lukkuð á öðrum og munur kemur einnig ósjaldan í ljós milli landshluta. Alpafjöll Höfundur ferðaðist um Alpafjöllin í þrígang, haustin 2007, 2009 og 2010, í þeim tilgangi að reyna að fá tilfinningu fyrir hvernig skógarnir eru uppbyggðir og tegundasamsettir frá trjámörkum og niður í dalbotna. Einnig var markmiðið að skoða og safna nýjum kvæmum af evrópulerki sem næst skógar- og trjámörkum, í von um að finna kvæmi sem gefi jafn- sterkari plöntur fyrir okkar skilyrði. Áðurnefndar tilraunir sýna að það er ekki auðvelt verk. Sennilega verður alltaf gríðarlegur breytileiki innan hvers kvæmis gagnvart íslenskri ljóslotu. Alpafjöllin eru að mestu á milli breiddargráðanna 44°–47° norður, en Ísland á milli ca. 63°25'–66°30' norður. Augljóst er að ljóslotan er mjög frábrugðin. Nægilega löng nótt til að framkalla vaxtarstopp í tíma hjá evrópulerkinu kemur miklu fyrr í Alpa- fjöllum við skógarmörk, sennilega um 15. ágúst. En sama næturlengd er varla komin hérlendis fyrr en tveimur til fjórum vikum seinna. Flest trjánna hafa þar af leiðandi miklu styttri tíma hérlendis til að ljúka vexti og herða sprotana sína fyrir fyrstu alvarlegu haustfrost. En eins og áður sagði eru vís- bendingar um að háfjallakvæmin gefi fleiri tré með góðu vaxtarlagi, beinum trjástofnum, af því fleiri tré úr efstu hæðarlögum skógarins verða síður fyrir haustkalsskemmdum hérlendis. Meðalsumarhitinn lækkar eftir því sem ofar dregur í fjöllum og haust- frost eru einnig fyrr á ferðinni. Ástæður fyrir því að höfundur álítur að endur- teknar prófanir á kvæmum evrópulerkis úr lægri Ung lerkiplanta við skógarmörk í Alpafjöllum er með beinan, heilan toppsprota og tilbúin fyrir veturinn. Vaxtarstopp í heimkynnum kemur tímanlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.