Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 19

Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 19
17SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 hæðarlögum séu óþarfar, byggja meðal annars á dreifingu annarra trjátegunda í hlíðum fjallanna, tegunda hverra þrif eru þegar þekkt hérlendis. Hesli (Corylus avellana L.) er stórvaxinn runni sem þrífst ekki með góðu móti hérlendis, jafnvel ekki í skjól- góðum íslenskum garði, vegna mikils haustkals. Hesli vantar hér meiri sumarhita og lengra sumar fyrir eðlilegan vöxt. Hesli vex villt í Alpafjöllum upp í um 1200–1300 metra hæð. Önnur tegund, garða- hlynur (Acer pseudoplatanus L.) er til hérlendis sem stór tré í stöku garði. Þekkt er hversu mikið garða- hlynur kelur fyrstu áratugina í íslenskum görðum. Trén verða sí og æ fyrir miklu haustkali, sem minnk- ar þó eftir því sem þau stækka og þurfa að fæða fleiri greinar. Garðahlynur vex villtur í hlíðum Alpafjalla upp í 1700–1800 metra hæð. Út frá útbreiðslumunstri þessara tveggja tegunda skiptir höfundur skóginum í Alpafjöllum í þrjú hæðar lög: Háfjallaskógur í 1750–2700 m h.y.s. Hlíðarskógur í hæðarbilinu 1200–1750 m h.y.s. Dalbotnar og láglendari skógur fyrir neðan 1200 m h.y.s. Sé kvæmunum sem sáð var til víða um land frá 1954 til 1998 raðað samkvæmt þessari skiptingu, kemur í ljós að: 14 kvæmi komu úr háfjallalaginu. 16 kvæmi komu úr hlíðarlaginu. 32 kvæmi komu úr hæðarlögum neðar en 1200 m h.y.s. Skiptar skoðanir eru á því hvort nóg sé að gert með prófanir á kvæmum sem sótt voru neðar en 1750 metra. Höfundur hefur þá tilfinningu, eftir áðurgreindar ferðir sínar um Alpafjöllin í Sviss og Frakklandi, að svo sé. Kvæmin frá lægri stöðum geta vissulega vaxið mjög hratt hérlendis, en vís- bendingar úr tilraunum sýna meira haustkal með meðfylgjandi stofngöllum á þeim, þó að eitt og eitt tré hafi komið í ljós með merkilega beinum stofni og fallegri krónu. Í seinni sáningum frá árunum 2007 og 2009 eru 13 kvæmi úr háfjallalaginu og tvö úr hlíðarlaginu. Haustlitur á tveggja ára plöntum sést vel upp úr miðjum október og öll kvæmin voru komin með heiðgulan haustlit í októberlok. Annað hlíðarkvæmið var þó lengur grænt en hin kvæmin. Tilvitnunin úr grein Þrastar og Þórarins „mikill vaxtarþróttur sumra láglendiskvæma dugar ekki K or t: R ag nh ild ur F re ys te in sd ót ti r

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.