Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 25
23SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011
búning fyrir veturinn. Breytt framleiðsluaðferð á
evrópulerki þarf að draga fram plöntur sem hegða
sér á þennan hátt við íslenska ljóslotu.
Evrópulerki og „náttúruleg“ framleiðsluaðferð
Sennilega er til of mikils mælst að framleiða evr-
ópulerki í heil sex ár áður en það er afhent til út-
plöntunar í skógrækt. Fyrir smásölu á garðaplöntum
er 6 ára framleiðslutími á trjám, sem eiga að verða
stór og myndarleg, alvanalegur bæði hérlendis og
erlendis. En í skógrækt er óskað eftir tugþúsundum
plantna í einu.
Eftirfarandi framleiðsluaðferð er nálgun höf-
undar að óskum skógarbænda, að búa til ódýrari
plöntur um leið og haustkalssæknustu plönturnar
eru vinsaðar úr. Til þess þarf lágmark tvo vetur og
tvö sumur í framleiðsluferlið og tæknilega inngripið,
skyggingu, má alls ekki nota. Fyrir evrópulerki og
myrkárþöll er beinlínis nauðsynlegt að kalla fram
alla þá einstaklinga sem vaxa of lengi fram á haust,
láta þá sem sagt haustkala, svo þeim verði hent
strax! Lengri framleiðslutími kallar einnig á að nota
fjölpotta með stærri hólf, til dæmis þrjátíu og fimm
eða fjörutíu hólfa bakka, svo að stærri plöntur hafi
nægilegt pláss fyrir vöxt sinn í tvö ár.
Náttúrulegt framleiðsluferli:
1. Sáning í apríl og uppeldi í köldu húsi fram á
haust. Plönturnar eru látnar vaxa ótruflaðar
allt sumarið, en þó priklað strax í þau hólf sem
ekkert spíraði í byrjun.
2. Í nóvember er allur vöxtur löngu stopp, en í
köldu plasthúsi hefur frosið innandyra miklu
fyrr. Einhverjar plöntur hafa því haustkalið.
3. Á þessu stigi kemur tvennt til greina, að yfir-
vetra plönturnar fyrsta veturinn inni í plast-
húsinu eða flytja þær út í karma og byrgja með
hvítu byggingaplasti.
4. Næsta vor eða þegar færi gefst eftir mestu vor-
annirnar, er farið í gegnum bakkana og öllum
plöntum hent sem eru greinilega skemmdar af
kali og öðrum orsökum.
5. Í stærri hólfum má vera að rótin á lerki sé ekki
búin að fylla nógu vel út í hólfið, þannig að
Kort: Ragnhildur Freysteinsdóttir