Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 27
25SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011
Klónræktun með græðlingum eða vefjaræktun er
sennilega gagnleg í byrjun við að fjölga sérstaklega
þeim trjám, sem sýna frábæra aðlögun að loftslagi
staðarins. En uppeldi af fræi er alltaf ódýrara og
skynsamlegra til lengri tíma litið og einnig nauðsyn-
legt til að stuðla að erfðafjölbreytni í skóglendum.
Haustið 2010 voru Suður-Alparnir í Sviss sérstak-
lega skoðaðir með þetta í huga. Áðurnefndur staður
svo og Törbel, Saas Fee, Silvaplana, Chantolin,
Arolla, Simplon og St. Bernhard voru skoðaðir, en
allir eru þeir í og yfir 2000 metra hæð og skógurinn
nær upp í trjámörk. Einnig er staðurinn Emoesse
í Savoie héraði í Frakklandi athyglisverður, með
mikið af fallegu evrópulerki alveg upp í trjámörk,
auk þess sem ótrúlega mikil tegundafjölbreytni er
þar samanborðið við áður upptalda staði.
Að lokum
Veikleiki evrópulerkis fyrir snemmfrosti undir haust
er hamlandi á notkun þess í íslenskri skógrækt.
Hlýnandi veðurfar síðustu ára og spár um meiri
hlýnun næstu ár ýta undir, að prófaðar séu suðlægari
tegundir í íslenskri skógrækt. Því miður er algengur
annmarki við ræktun á suðlægari skógarmyndandi
trjátegundum norðar á hnettinum, að þær verða fyr-
ir miklum haustkalsskemmdum, þar sem ljóslotan
er allt önnur og þeim framandi miðað við árstíma.
Þetta á einnig við um tegundir eins og myrkárþöll
og risalerki (Larix occidentalis Nutt.) sem eru helstu
viðarframleiðslutegundirnar, sem koma til greina
hérlendis næstu áratugina, næst á eftir sitkagreni,
alaskaösp, blágreni, rússalerki og stafafuru.
Heimildir
1. Baldur Þorsteinsson. 1992. Fræskrá Skógræktar ríkis-
ins. Af vefsíðu júlí 2010: http://www.skogur.is.
2. Islands Skovsag. 2007. Skógræktarmálefni Íslands.
Skýrslur og ritgerðir 1901–1916. Landbúnaðarráðu-
neytið, Reykjavík.
3. Ólafur Sturla Njálsson og Ingvar Åberge 2010.
Skoðunarferð 19. mars 2010 í evrópulerkitilraun í
Holtsdal á Síðu.
4. Þórarinn Benedikz og Halldór Sverrisson. 2009.
Evrópulerki (Larix decidua). Kvæmatilraunir sem
lagðar voru út á árunum 1996–1998. Erindi flutt á
Fagráðstefnu skógræktar 2009. Af vefsíðu ágúst 2010:
http://www.skogur.is/media/fagradstefna/Thorarinn_og-
Halldor.pdf.
5. Þröstur Eysteinsson og Þórarinn Benedikz. 2009. Inn-
fluttu skógartrén VII: Evrópulerki (Larix decidua Mill.),
Skógræktarritið, 2. tbl., 64–77.