Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 27

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 27
25SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 Klónræktun með græðlingum eða vefjaræktun er sennilega gagnleg í byrjun við að fjölga sérstaklega þeim trjám, sem sýna frábæra aðlögun að loftslagi staðarins. En uppeldi af fræi er alltaf ódýrara og skynsamlegra til lengri tíma litið og einnig nauðsyn- legt til að stuðla að erfðafjölbreytni í skóglendum. Haustið 2010 voru Suður-Alparnir í Sviss sérstak- lega skoðaðir með þetta í huga. Áðurnefndur staður svo og Törbel, Saas Fee, Silvaplana, Chantolin, Arolla, Simplon og St. Bernhard voru skoðaðir, en allir eru þeir í og yfir 2000 metra hæð og skógurinn nær upp í trjámörk. Einnig er staðurinn Emoesse í Savoie héraði í Frakklandi athyglisverður, með mikið af fallegu evrópulerki alveg upp í trjámörk, auk þess sem ótrúlega mikil tegundafjölbreytni er þar samanborðið við áður upptalda staði. Að lokum Veikleiki evrópulerkis fyrir snemmfrosti undir haust er hamlandi á notkun þess í íslenskri skógrækt. Hlýnandi veðurfar síðustu ára og spár um meiri hlýnun næstu ár ýta undir, að prófaðar séu suðlægari tegundir í íslenskri skógrækt. Því miður er algengur annmarki við ræktun á suðlægari skógarmyndandi trjátegundum norðar á hnettinum, að þær verða fyr- ir miklum haustkalsskemmdum, þar sem ljóslotan er allt önnur og þeim framandi miðað við árstíma. Þetta á einnig við um tegundir eins og myrkárþöll og risalerki (Larix occidentalis Nutt.) sem eru helstu viðarframleiðslutegundirnar, sem koma til greina hérlendis næstu áratugina, næst á eftir sitkagreni, alaskaösp, blágreni, rússalerki og stafafuru. Heimildir 1. Baldur Þorsteinsson. 1992. Fræskrá Skógræktar ríkis- ins. Af vefsíðu júlí 2010: http://www.skogur.is. 2. Islands Skovsag. 2007. Skógræktarmálefni Íslands. Skýrslur og ritgerðir 1901–1916. Landbúnaðarráðu- neytið, Reykjavík. 3. Ólafur Sturla Njálsson og Ingvar Åberge 2010. Skoðunarferð 19. mars 2010 í evrópulerkitilraun í Holtsdal á Síðu. 4. Þórarinn Benedikz og Halldór Sverrisson. 2009. Evrópulerki (Larix decidua). Kvæmatilraunir sem lagðar voru út á árunum 1996–1998. Erindi flutt á Fagráðstefnu skógræktar 2009. Af vefsíðu ágúst 2010: http://www.skogur.is/media/fagradstefna/Thorarinn_og- Halldor.pdf. 5. Þröstur Eysteinsson og Þórarinn Benedikz. 2009. Inn- fluttu skógartrén VII: Evrópulerki (Larix decidua Mill.), Skógræktarritið, 2. tbl., 64–77.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.