Skógræktarritið - 15.05.2011, Qupperneq 48
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201146
hugsunin var að mynda rjóður. Ég er afar ánægð að
þetta markmið náðist enda skapa þessi opnu svæði
fjölbreytni og nýtast nú vel. Það má segja að ég hafi
verið að mestu búin að gróðursetja í reitinn árið
1989 og eftir það hefur þetta meira verið þannig að
við höfum verið að flytja plöntur og bæta við ein-
staka plöntum“.
Grisjun ekki síður mikilvæg
„Það má eiginlega segja að nú sé aðalvinnan hjá
Magnúsi en hann sér alfarið um að grisja“. „Já, það
má til sanns vegar færa“ segir Magnús „ég fékk mér
vélsög fyrir nokkrum árum og hef varla undan en
um leið kemur það sér vel að fá eldiviðinn því að við
erum með kabissu þar sem við bæði eldum og bök-
um brauð. Við erum því farin að hafa beinan arð af
ræktuninni svo ég tali nú ekki um skjólið sem hér er
komið. Nú er hér alltaf logn, sem ekki var áður. En
ég hef lært það að sumstaðar er gott að hafa skóginn
þéttan, bara eins og vegg sem stöðvar norðannepj-
una sem stundum leggur hér inn Skagafjörðinn,
en annars staðar þarf að losa um trén og lofa ein-
staklingunum að njóta sín. Það fylgir því heilmikil
vinna að sinna umhirðunni og í raun hefði maður
þurft að byrja fyrr, allt vex svo hratt að maður hefur
varla undan. Hér næst bústaðnum hef ég verið að
fella stór tré svo við fáum svigrúm til að njóta sólar
á pallinum, en allt þarf þetta að gerast með varfærni
og langtímahugsun“.
„Svo eru komnir hér gestir sem una vel við sitt í
skóginum, hér er mikið fuglalíf, þrestir, auðnutitt-
lingar, maríuerlur og ein rjúpa held-
ur sig hérna árlega og kemur upp
ungum. Þannig að það er ýmislegt
sem ræktunin hefur fært okkur, ekki
síst á síðari árum þegar við njótum
afrakstursins. En svo er það náttúru-
lega hestamennskan sem hér er mikið
stunduð og er kapítuli út af fyrir sig
en allt fer þetta vel saman sé öllu til
haga haldið“.
Pétursskógur
En skógurinn í Skjóli á sér líka aðra
hlið. Bróðir Magnúsar, Pétur Óli að
nafni, hefur um árabil staðið fyrir
ferðum til Pétursborgar. Pétur Óli
hefur skipulagt tvær ferðir fyrir Skóg-
ræktarfélag Íslands. Önnur ferðin var
farin til Arkangelsk við Hvítahafið og Pétursborgar
árið 2006 en hin ferðin var skipulögð þvert yfir hnött-
inn alla leið til Kamtsjatka árið 2008. Ferðir þessar
tókust með afbrigðum vel og var það að samkomu-
lagi að ferðafélagar úr ferðunum kæmu í heimsókn
á Vindheima og gróðursettu „Pétursskóg“ honum til
heiðurs fyrir afskaplega eftirminnilegar og vel heppn-
aðar ferðir. Áhugafólk sem farið hefur í ofangreindar
ferðir til Rússlands hefur komið í tvígang í Skagafjörð
og gróðursett um þúsund trjáplöntur í hvert skipti.
Að gróðursetningu lokinni hefur fjölskyldan í
Skjóli ásamt Pétri Óla boðið til herlegrar veislu. Í
þessum heimsóknum í Skjól hefur hópur ferða-
félaga bæði endurnýjað gömul kynni og rifjað upp
eftirminnilegar stundir frá þessum ferðum og ekki
síst notið mikillar gestrisni staðarhaldara. Um ofan-
greindar ferðir hefur verið skrifað í Skógræktarritið
en Skógræktarfélag Íslands hefur haft það að mark-
miði að kynna skóga, skógrækt, náttúru og menn-
ingu annara landa en með þeim hætti er enn frekar
hægt taka það sem vel gefst til fyrirmyndar.
En þannig hafa þessi kynni tekist með hjónunum í
Skjóli, sem hafa nú ásamt Pétri Óla uppi enn stærri
áform um skógrækt, enda virðast skilyrði til ræktun-
ar á þessum slóðum vera með því besta hér á landi.
„Við erum náttúrlega mjög ánægð með þennan
litla reit okkar í Skjóli en svo verður maður líka
að huga að því að skapa eitthvað fyrir næstu kyn-
slóð“ segir Hildur að lokum um leið og hún bætir í
kaffibollann hjá höfundi og færir upp á diskinn volgt
nýbakað brauð.
Við upphaf á gróðursetningu í Pétursskóg, grillir í Skjól í baksýn. Mynd: RF