Skógræktarritið - 15.05.2011, Síða 53

Skógræktarritið - 15.05.2011, Síða 53
51SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 og með talningu umferðar. Gögnum á staðnum var safnað á meðal notenda Heiðmerkur frá júlímánuði 2008 út septembermánuð 2009.5 Í hverjum mánuði voru valdir 2 til 4 úrtaksdagar á tilviljanakenndan hátt eftir því hvort um vetrar- eða sumarmánuði var að ræða. Tímasetningar innan hvers úrtaksdags voru einnig valdar með tilviljanakenndum hætti að því gefnu að 4 klukkustunda samfellt tímabil í dags- birtu næðist. Notendur voru stöðvaðir á leið sinni frá svæðinu á öllum mögulegum útgangsleiðum Heiðmerkur, þ.e. við Maríuhella, á Maríuvöllum, við Helluvatn og við Vífilsstaðavatn, og þeir beðnir um að taka þátt í spurningakönnun sem þeir fylltu sjálfir út (myndir 1 og 2). Með þessum hætti feng- ust um það bil 2500 útfylltar kannanir og var þátt- tökuhlutfallið 67%. Út frá svörum notenda er síðan hægt að meta ferðakostnað þeirra með tilliti til ferðamáta og vegalengdar frá heimili. Þátttakendur voru spurðir hversu oft þeir heimsóttu Heiðmörk í almanaksmánuðinum á undan, þ.e. ef þátttakandi var stoppaður í apríl var hann spurður um notkun sína í mars, hvar þeir væru búsettir, hversu löngum tíma þeir hefðu varið þennan daginn í Heiðmörk, hvað þeir hefðu aðhafst á svæðinu, hvernig þeir hefðu komist á svæðið þennan daginn o.s.frv. Á meðal áhugaverðra staðreynda um notendahópinn úr könnununum má sjá eftirfarandi atriði: • rúmlega 97% þátttakenda búa á höfuð- borgarsvæðinu, • meðalvegalengdin sem þeir þátttakendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu ferðast fram og til baka er 18,8 km og staðalfrávikið er 10,52 km, • 73% þátttakenda koma 4 sinnum eða sjaldnar á svæðið á undangengnum alman- aksmánuði, sem er jafnframt meðalnotkun notenda, • 90% þátttakenda koma 10 sinnum eða sjaldnar, • 2,2% þátttakenda koma 25 sinnum eða oftar í mánuði, • 92,2% þátttakanda ferðast til Heiðmerkur með bíl, • 44% þátttakenda segjast hafa stundað aðrar frístundir en göngu, skokk, hjólreiðar, bíltúr eða að fara á hestbak. Sem dæmi um þessar frístundir má nefna berja- og sveppatínslu, skíðagöngu og lautarferðir. Þrátt fyrir að mörg skref hafi verið tekin til þess að tryggja að framangreind úrtaksaðferð næði til allra notenda Heiðmerkur var sú ekki raunin.5 Erfiðlega reyndist að ná til einstakra notendahópa, t.d. hlaupara, hjólreiðamanna og hestamanna þar sem nánast ógerlegt var að stoppa þá. Jafnframt er ljóst að þeir notendur sem búa t.d. á jaðarsvæðum Kópavogs gætu mögulega farið fótgangandi um svæðið án þess að lenda í úrtaki á þeim 4 stöðum þar sem notendur voru stoppaðir. Því var gripið til þess ráðs að taka 4000 manna tilviljanakennt úrtak úr viðhorfshópi Capacent og þeim send netkönnun. Fékk það úrtak sambærilegar spurningar og þeir notendur sem tóku þátt í ferðakostnaðarkönnuninni í Heiðmörk að því frábrugðnu að í netkönnuninni var spurt um notkun á ársgrundvelli. Netkönnunin eykur ekki bara þekkinguna um notendahópinn og Mynd 1. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir stöðvar vegfar­ endur við Maríuhella í Garðabæ. Mynd 2. Karl Njálsson stöðvar vegfarendur við Vífilsstaða­ vatn í Garðabæ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.