Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 55

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 55
53SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 Virði skógarins Markmið þessa þáttar var að meta verðmæti skóg- arvistkerfisins í Heiðmörk. Þeir þjónustuþættir sem metnir voru, eru taldir upp hér að neðan: 1. afurðir skógarins sem flokkast í viðarnytjar og aðrar nytjar svo sem sveppi og ber, 2. stýri- og stoðþjónusta, s.s. binding kolefnis úr andrúmsloftinu, 3. umgjörð til tómstunda og útivistar. Mat á efnislegum afurðum skógarins skiptist í viðarnytjar og aðrar nytjar svo sem ber og sveppi.11 Viðarnytjar skiptast í jólatré, trjákurl, bolvið og eldivið og voru beinar sölutekjur af þessum af- urðum rúmlega 12 milljónir króna árið 2009. Þar sem þessar afurðir eru seldar beint á markaði má nýta sér markaðsvirði þeirra við verðmætamat. Þó ber að geta þess að þar sem fjölskyldur fara saman að höggva jólatré eru verðmæti fólgin í athöfninni sem markaðsverð telur ekki. Því gefur markaðs- virði í slíkum tilfellum ákveðið lágmarksvirði. Aðrar vinsælar nytjar skógarins eru ber og sveppir. Virði þeirra er metið á þríþættan hátt. Í fyrsta lagi er út- breiðsla berja og sveppa metin á svæðinu (inven­ tory analysis) á 350 tilviljanakenndum punktum. Á hverjum punkti var þekja berja og berjarunna metin auk þéttleika sveppategunda. Út frá þessum mæl- ingum var meðalþekja og meðalþéttleiki innan hvers landflokks fundin. Niðurstöður sýna að krækilyng, aðalbláber, bláber, hrútaber og jarðaber er að finna í Heiðmörk auk fjölmargra tegunda matsveppa. Í öðru lagi var stuðst við raunmælingar á magni berja og sveppa sem safnað var í Heiðmörk, en samhliða ferðakostnaðarkönnuninni voru vegfarendur sem stöðvaðir voru á svæðinu spurðir hvort þeir hefðu verið að tína ber eða sveppi og ef svo væri hvort rannsóknaraðilar mættu vigta afurðirnar. Í lang flestum tilvikum var um lítið magn að ræða eða minna en 1 kg, en þó voru einstaka þátttakendur með umtalsvert magn og þá sérstaklega af sveppum. Í þriðja lagi verður stuðst við ferðakostnaðarkönn- unina til að meta útivistar- og tómstundagildi þess að tína ber og sveppi. Athygli vekur að af þeim rúmlega 2000 manns sem svöruðu könnuninni á tímabilinu júlí 2008 til september 2009, að undan- skildum vetrarmánuðunum, höfðu að meðaltali 5% svarenda tínt sveppi en 10% tínt ber.11 Mat á bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu er byggt á nýlegri úttekt á skóginum í Heiðmörk sem gerð var í tengslum við aðalskipulag Reykjavíkur og nákvæmum gögnum um gróðursetningu frá Skógræktarfélagi Íslands. Niðurstöður rannsókna sem framkvæmdar voru árið 2008 sýna 15 að stærð skógarins í Heiðmörk er rúmlega 12 þúsund m3 en lífmassi hans er rúmlega 11 þúsund tonn. Að meðal- tali vex skógurinn um 18,80% á ári í rúmmetrum talið en 17,36% á ári í tonnum talið. Gefa þessar tölur til kynna að skógurinn sé á þeim stað í vaxtar- ferli sínum þar sem hann vex tiltölulega hratt. Út frá stærð og vexti skógarins má gera ráð fyrir að kolefnisbindigeta hans árið 2008 hafi verið 5700 tonn en viðbót ársins 2008 var 1190 tonn. Á fyrri hluta ársins 2008 var meðalverð á kolefnistonni á Evrópumarkaði 24 evrur og á seinni hluta ársins 2008 var meðalverðið 22 evrur.3 Út frá þessu meðal- verði og gengisskráningu Seðlabanka Íslands á evru fyrir sömu tímabil er verðmæti kolefnisbindingar skógarins í Heiðmörk árið 2008 á bilinu 16 til 17,5 milljónir króna. Rodalon® -utanhúss • Fyrir sólpalla og gangstéttar • Garðhúsgögn og tjöld • Sumarbústaði Eyðir bakteríum, ólykt, sveppagróðri og mosa Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Fæst í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.