Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 56
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201154
Framangreint mat byggir aðeins á bindigetu skóg-
arins árið 2008 og er því einungis um punktmat að
ræða. Til þess að hægt sé að meta heildarverðmæti
skógarins með tilliti til framtíðar kolefnisbindigetu
þarf að liggja fyrir áreiðanleg aldursgreining á skóg-
inum til þess að hægt sé að meta þá viðbótar bindi-
getu sem skapast á hverju ári með vexti skógarins.
Verið er að aldursgreina skóginn í Heiðmörk og að
því loknu má meta núvirtan ábata af framtíðar kol-
efnisbindingu hans.
Mat á þeim verðmætum sem skógurinn skapar
sem umgjörð til útivistar eru innifalin í ferðakostnaði
notenda.
Virði Elliða- og Vífilsstaðavatns
Markmið þessa verkþáttar var að meta verðmæti
þjónustu vatnanna, Elliðavatns og Vífilsstaðavatns.
Vötnin eru uppspretta tómstundaiðkana svo sem
veiði jafnframt því að vera búsvæði margra tegunda
plantna og dýra. Elliðavatn er enn fremur uppi-
stöðulón fyrir Elliðaárvirkjun og uppeldisstöð fyrir
laxveiðiána Elliðaá. Jafnframt liggur fyrir að fjöl-
margir skólar á höfuðborgarsvæðinu nota vötnin til
kennslu. Þjónustuþættir vatnanna eru því fjölmargir.
Fyrir Elliðavatn var virði eftirfarandi þjónustuþátta
metið: 7
• virði efnislegra afurða, eða sá ábati sem hlýst
af raforkuframleiðslu Elliðaárvirkjunar,
• virði stuðnings og stýriþjónustu vatnsins
sem byggist á (i) varnarkostnaði, það er
verðmæti framkvæmda sem voru til þess
fallnar að koma í veg fyrir að affall frá
íbúahverfum renni út í vatnið og (ii) ábata
virðisaukans sem Elliðavatn skapar fyrir lax-
veiði í Elliðaá,
• ábati vegna tómstundaiðkunar sem tengist
veiði og er byggð á ábata veiðimanna,
• ábati menntakerfisins af nýtingu svæðisins til
kennslu, eða hið svokallaða menntagildi.
Efnislegar afurðir Elliðavatns eru annars vegar
tengdar raforkuframleiðslu Elliðaárvirkjunar og
hins vegar afla veiðimanna. Þar sem meginástæða
veiða í vatninu er ekki veiði til matar heldur
fremur tómstundaiðkun, er virði efnislegra afurða
aðeins byggt á raforkuframleiðslunni. Elliðavatn
þynnir mengun frá íbúahverfum í nálægð vatnsins.