Skógræktarritið - 15.05.2011, Qupperneq 57

Skógræktarritið - 15.05.2011, Qupperneq 57
55SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 Uppsetning mannvirkja sem taka við því hlutverki vatnsins eru vísbending um greiðsluvilja fyrir þá þjónustu og er því kostnaður við uppsetningu meng- unavarna vísbending um virði þjónustunnar. Ábati virðisaukans sem Elliðavatn skapar fyrir laxveiði í Elliðaá er metinn með samanburðarrannsókn á 15 laxveiðiám á landinu. Tíu laxveiðiánna í rann- sókninni höfðu stöðuvötn sem veittu uppeldisstöð fyrir seyði en fimm ekki. Með því að bera saman veiði úr ánum, ásamt fleiri breytum, með margvíðu aðhvarfslíkani (multiple regression) fæst mat á þann virðisauka sem stöðuvötn veita laxveiðám. Niður- stöðurnar sýna að um 65% af veiði ánna má rekja til stöðuvatnanna, og því má rekja 65% af þeim virðis- auka sem Elliðaárnar gefa af sér til Elliðavatns.7 Ábati veiðimanna var metinn með sama hætti og meta má frístundaverðmæti Heiðmerkur. Veiðimenn tóku þátt í ferðakostnaðarkönnun sem síðan var notuð til þess að meta eftirspurnarferil fyrir Elliðavatn.7 Menntagildi vatnsins var byggt á fjölda skóla- heimsókna til vatnsins, fjölda nemenda og þeim tíma sem slíkar heimsóknir tóku. Upplýsingum um slíkar ferðir var safnað frá skólastjórnendum allra skóla sem ekki eru á háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu. Menntagildið var síðan byggt á kostnaði ríkisins og skólanna við að fara með nemendur sína á svæðið til kennslu.7 Heildarverðmæti Elliðavatns fæst með því að leggja virði framangreindra þátta á ársgrundvelli saman og núvirða væntanlegan framtíðarábata af þjónustunni. Samanlagður ábati þjónustu Elliða- vatns er metinn 1,7 til 2 milljarðar króna á verðlagi ársins 2009. Fyrir Vífilsstaðavatn var eingöngu metinn ábati veiðimanna og menntagildið.7 Ábati þjónustu Vífils- staðavatns er metinn á 114 til 180 milljónir króna á verðlagi ársins 2009. Örugglega er um vanmat á virði þjónustu Vífilsstaðavatns að ræða þar sem gagnasafnið um ferðavenjur veiðimanna á svæðinu er afar takmarkað. Hins vegar er vitað að töluvert af veiðimönnum í Vífilsstaðavatni tóku þátt í útivistar- könnuninni og mun ábati þeirra því verða hluti af metnum ábata almennra notenda Heiðmerkur.7 Mikilvægi líffræðilegs og jarðfræðilegs fjölbreytileika Markmið þessa verkþáttar er að skilgreina og leggja mat á mikilvægi jarðfræðilegs og líffræðilegs fjöl- breytileika í Heiðmörk. Afar erfitt er að verðleggja þessa þætti og verður því fyrst og fremst lögð áhersla á að lýsa svæðinu. Heiðmörk er staðsett á Trölladyngju-eldstöðva- kerfinu. Sprungur og misgengi eldstöðvakerfisins liggja í norðaustur-suðvestur átt þvert yfir Heið- mörk og er hún umlukin fjöldanum öllum af hraun- breiðum og hraunhellum.12 Hraunlögin sem liggja innan Heiðmerkur eru Búrfellshraun, Strípshraun, Hólmshraun, Húsafellsbruni og Leitarhraun. Í Heiðmörk má finna eftirtalda hella: Maríuhella sem skiptast í Vífilsstaðahelli, Urriðakotshelli og Draugahelli, Jónshella, Jósefshelli, Sauðahelli frá Urriðakoti, Skátahelli nyrðri og syðri, Sauðhelli syðri, Norðurgjárhelli, Selgjárhelli nyrðri og syðri, Þorsteinshelli og Dimmahelli.13 Jafnframt má sjá merki þess á nokkrum stöðum að Heiðmörk liggur á mörkum virks eldstöðvakerfis. Til að mynda setja misgengin í kringum Búrfell mikinn svip á lands- lagið.13 Búrfellsgjá er hrauntröð sem á fáa sína líka á landinu en hún myndaðist í hraunstraumnum sem rann niður meðfram Vífilsstaðahlíð í þriðju goslotu Búrfellsgossins. Í gosum á Íslandi myndast af og til hrauntraðir eins og Búrfellsgjá en afar fáar þeirra varðveitast eftir goslok sem gerir Búrfellsgjá fremur sérstæða. Gervigígarnir Rauðhólar sem eru einstakir í jarðfræðilegu samhengi eru einnig staðsettir innan Heiðmerkur. Nokkuð sérstakt verður að teljast að hægt sé að finna svo merkilega jarðfræði í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Jarðfræðilegir eiginleikar svæðisins mynda ekki einungis stórkostlegan bak- grunn og umgjörð til útivistar heldur skapa þeir einnig fyrirmyndar aðstæður fyrir miðlun og söfnun vatns í vatnsbólum Heiðmerkur. Jarðfræði land- svæða ræður mestu um rennslishátt vatns og mynd- ast gjarnan miklar lindir við jaðar nútímahrauna eins og þeirra sem þekja Heiðmörk.13 Líffræðileg fjölbreytni er hugtak sem er notað um breytileika alls lífs á jörðinni, frá hinu smáa til hins stóra.11 Heiðmörk hýsir fjölbreytt vistkerfi en 89% hennar flokkast sem gróið land (þ.e. með gróðurþekju yfir 10%). Ræktað skóglendi þekur 21% Heiðmerkur, villtur birkiskógur og kjarr 20%, mosagróður 17%, lyngmói 13%, graslendi 8% og alaskalúpína þekur 7% Heiðmerkur. Ógróna landið í Heiðmörk flokkast sem vatn (8%) og melar (3%). Aðrir flokkar lítt eða ógróins lands þekja um 2% svæðisins en það eru til dæmis mannvirki, hraun og raskað land. Berjalyng er algengt og sveppategundir eru fjölmargar.11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.