Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 60
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201158
mismunandi samsetningar af eftirfarandi breytingum
á eiginleikum Heiðmerkur í skiptum fyrir misháa
hækkun á útsvari í sínu sveitarfélagi í eitt skipti:12
• Göngustígar: Boðið var upp á lagningu
útivistarstígar sem tengdi saman stígakerfi
Garðabæjar- og Reykjavíkurhluta Heið-
merkur. Um er að ræða 6 km langan malar-
stíg sem næði frá enda Vífilsstaðahlíðar
meðfram Heiðmerkurvegi að vatnsverndar-
svæðinu við Myllulækjartjörn.
• Vegbætur: Boðið var upp á lagningu bundins
slitlags á Heiðmerkurveg frá Suðurlands-
vegi að Elliðavatnsvegi við Maríuhella í
Garðabæ. Um er að ræða tæplega 14 km
tvíbreiðan veg sem liggur í gegnum alla
Heiðmörk. Vegurinn yrði hannaður með
það í huga að hámarkshraði á honum væri
50 km/klst.
• Eftirlit: Boðið var upp á aukningu almenns
eftirlits á svæðinu eins og t.d. eftirlit með
utanvegaakstri, lausagöngu hunda, veiðum
í Elliða- og Vífilsstaðavatni, rusli og um-
gengni á svæðinu o.s.frv. Eftirlitið yrði á
höndum landvarða sem hefðu til umráða
bifreiðar og önnur tæki til eftirlits. Boðnir
voru tveir kostir með tilliti til eftirlits, annars
vegar eftirlit allan ársins hring og hins
vegar eftirlit á þeim tíma ársins sem flestir
notendur sækja svæðið heim, þ.e. frá apríl til
september.
Þátttakendum voru birt mismunandi valspjöld og
voru þeir beðnir um að velja þann kost sem þeir kysu
helst en ávallt var í boði að velja engar breytingar
bæði með tilliti til breytinga og útsvars. Einna helst
mætti réttlæta greiðsluvilja fyrir eftirliti á svæðinu
sem vísbendingu um tilvistargildi svæðisins út frá því
að þátttakendur væru að afhjúpa greiðsluvilja sinn
fyrir því að svæðinu yrði ekki raskað með óæskilegri
hegðun. Hins vegar felur aukið eftirlit einnig í sér
aukinn ábata fyrir notendur í formi öryggis og betri
umgengni á svæðinu sem hefði væntanlega í för með
sér aukna aðsókn í svæðið. Mat á greiðsluvilja íbúa
Garðabæjar og Reykjavíkur fyrir bættu aðgengi að
Heiðmörk stendur yfir um þessar mundir og mun
liggja fyrir á næstu mánuðum.
Garðyrkjufélag Íslands - vaxandi í 125 ár
Heimasíðan lifandi og full af fróðleik um gróður
www.gardurinn.is