Skógræktarritið - 15.05.2011, Síða 62

Skógræktarritið - 15.05.2011, Síða 62
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201160 Um markmið með skógrækt Meðal markmiða með skógrækt á Íslandi er að byggja upp skógarauðlind til nytja.8 Það markmið hefur verið lagt til grundvallar skógræktarstarfinu í rúma öld.7 Skógrækt er umfram allt fag sem fæst við sjálfbæra nýtingu auðlindar. Við upphaf skóg- ræktarstarfs um aldamótin 1900 var skógarauð- lindin mjög takmörkuð. Viðarkolagerð var að mestu úr sögunni eftir að innflutningur stálljáa hófst um 1870, en mikil þörf var enn á eldiviði auk þess sem skóglendi var almennt nýtt til beitar að vetrarlagi.13 Þrýstingur á skóglendi var því mikill allt framyfir 1940 og úr honum dró ekki fyrr en með tilkomu raf- magns, sem eyddi eldiviðarþörfinni, og túnræktar, sem minnkaði þörfina á að nýta birki sem fóður.2 Allt fram undir miðja 20. öldina snérist skógrækt á Íslandi um að vernda birkiskóga og auka flatarmál þeirra með friðun skógarleifa á nokkrum stöðum og leiðbeiningum um bættar aðferðir við skógarhögg og beit í skógum.7 Með þeim samfélags- og tæknibreytingum sem áttu sér stað um miðbik 20. aldar var ekki lengur sama þörf fyrir þær afurðir sem birkiskóglendi gat fram- leitt. Hins vegar jókst almenn neysla stórlega og var neysla skógarafurða þar engin undantekning. Allar voru þær fluttar inn fyrir gjaldeyri sem stundum var af skornum skammti. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri var fremstur í flokki þeirra sem skynjuðu að hægt væri að uppfylla skógarafurðaþörf þjóðarinnar að verulegu marki með innlendri skógrækt.4 Að vísu var ekki á birkinu byggjandi en nokkrar innfluttar trjátegundir lofuðu góðu. Því breyttust áherslur í skógrækt á þann veg að farið var að gróður- setja til skóga og mest með innfluttum tegundum. Nýju áherslurnar höfðu í för með sér uppbyggingu gróðrarstöðva, eflingu rannsókna, þróun aðferða, kaup á landi og styrkveitingar til skógræktarfélaga og seinna til bænda.8 Ekki var laust við að allt þetta brölt færi í taugarnar á sumum, en hitt er þó öruggt að mun fleiri glöddust yfir þróuninni. Skógrækt á Íslandi hefur þroskast mikið á seinni helmingi 20. aldar. Nú er skógrækt stunduð með fjölþætt markmið í huga og með þátttöku fjölda fólks. Það markmið að framleiða timbur og auka sjálfbærni þjóðarinnar á því sviði er enn í hávegum haft og til þess eru innfluttar trjátegundir nauðsyn- legar. Ætli þjóðin að ná því markmiði að hér verði nytsamleg og arðbær skógarauðlind sem uppfylli stóran hluta af skógarafurðaþörf landsmanna, verður hún að halda áfram á þeirri braut. Rækta þarf skóga með innfluttum tegundum á mun stærri svæðum en hingað til hefur verið gert og ræktaðir skógar verða því sífellt meira áberandi landslags- þættir í sumum héruðum landsins á komandi árum. Sagan skoðuð Allt frá árdögum skógræktar á Íslandi í upphafi 20. aldar hefur verið til fólk sem af einni eða annarri ástæðu lagðist gegn skógrækt.7 Sumir láta skógrækt almennt fara í taugarnar á sér af því að hún hefur í för með sér breytingar á landi eða notkun lands til skógræktar sem að þeirra mati mætti betur nota til mikilvægari eða arðsamari hluta. Öðrum er í nöp við einstaka þætti skógræktar svo sem notkun inn- Samskipti skógræktenda og skógræktarandstæðinga Hugtakið sefun lýsir atferli sem ætlað er að fá einhvern góðan og skapa frið, oftast með eftirgjöf, þ.e. með því að láta undan kröfum. Það að gefa tveggja ára barni sælgæti til þess að reyna að stöðva frekjukast er dæmi um sefun með eftirgjöf, en þykir miður góð uppeldisaðferð. Það eina sem barnið lærir er að fyrir frekjukast fær maður umbun. Eftirgjöf virkar því ekki til að draga úr frekju og skapa frið, a.m.k ekki til langs tíma. Hún virkar reyndar öfugt, því hún sendir þau skilaboð að með frekju og yfirgangi sé hægt að ná fram markmiðum. Tilefni þessara vangaveltna er nýjasta bylgjan í aldarlangri viðleitni andstæðinga skógræktar til að koma böndum á skógrækt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.