Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 64

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 64
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201162 nota þau svæði einnig til gróðursetningar.8 Um og eftir 1960 var orðið ljóst að gróðursettu trén myndu vaxa upp úr birkinu og kom þá fljótlega upp gagn- rýni á gróðursetningu innfluttra trjátegunda í birki- skóga.6 Birkiskógur myndi þá breytast í annarskonar skóg. Gagnrýnisraddirnar voru fáar til að byrja með en mögnuðust með tímanum. Ólíkt því sem sumir virðast halda skellir skógræktarfólk ekki skolla- eyrum við gagnrýni og um þetta atriði varð nokkur umræða meðal skógræktenda. Sýndist sitt hverjum (og sýnist enn) en smám saman varð niðurstaðan sú að gróðursetning færðist nær alfarið yfir á skóglaust land. Meðal afleiðinga þess eru umtalsverðir erfið- leikar við ræktun grenitegunda. Sú þróun hafði ekki þau áhrif á gagnrýnisradd- irnar sem ætla mætti. Ekki dró úr gagnrýni á skóg- rækt og enn þann dag í dag kemur fram gagnrýni fyrir gróðursetningu innfluttra tegunda í birkiskóg og kjarr, þótt það hafi ekki verið gert að ráði undan- farna þrjá áratugi. Mikið var ræst fram af votlendi í þágu landbún- aðar á Íslandi á seinni helmingi 20. aldar. Í ná- grannalöndum okkar var einnig talsverð framræsla stunduð í þágu skógræktar og gerðar voru tilraunir með það á nokkrum stöðum hérlendis.5 Framræsla votlendis til skógræktar varð þó aldrei mikil hér á landi. Aldrei varð hún nema brotabrot af allri fram- ræslu og aldrei varð gróðursetning í framræst land nema brotabrot af árlegri gróðursetningu. Engu að síður voru skógræktaraðilar gagnrýndir fyrir fram- ræslu lands ekki síður en aðrir og stundum meira. Viðbrögð skógræktenda við þeirri gagnrýni var misjöfn og sitt sýndist hverjum (og sýnist enn) en á skömmum tíma varð niðurstaðan þó sú að hætt var að ræsa fram land til skógræktar og hefur það ekki verið gert svo nokkru nemi síðustu tvo áratugi. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó ekki. Á síðustu árum hefur gagnrýni á skógrækt að miklu leyti snúist um innfluttar trjátegundir. Eru þær sagðar eyða gróðri sem fyrir er, byrgja útsýni, úthýsa fuglum og „eiga ekki heima í íslenskri náttúru“.11 Á þessa gagnrýni hlusta skógræktaraðilar og sitt sýnist hverjum. Árið 2002 fól aðalfundur Skógræktarfélags Íslands stjórn félagsins að móta, í samráði við önnur félagasamtök og stofnanir á sviði umhverfisverndar og skógræktar, reglur um skógrækt í sátt við um- hverfið.9 Nú fara skógræktendur almennt eftir þess- um reglum og reyna að taka tillit til landslagsþátta, útsýnis, fornleifa, fugla og margs fleira. Vonin var sú að með því að taka tillit til gagnrýni andstæðinga skógræktar myndi skapast friður og meiri sátt um skógrækt. Ekki verður séð að tilkoma skógræktar í sátt við umhverfið hafi haft nein slík áhrif. Andstaða magnast með hverri sáttatilraun Sala timburs úr ræktuðum skógum á Íslandi nemur tugum milljóna króna á ári og eftir fá ár mun hún mælast í hundruðum milljóna og síðan milljörðum. Merkilegt er til þess að hugsa að enn sé fólk sem er á móti skógrækt á þeim forsendum að tré geti ekki vaxið á Íslandi (skógrækt verði aldrei arðbær) og sjá því mikið eftir landi undir skógrækt.1 Gagnrýni á að skógur skuli sumstaðar vera ræktaður á svo kölluðu ræktanlegu landi er angi af þeirri afstöðu, þ.e. að skógrækt geti ekki verið jafn arðsöm, mikilvæg eða merkileg og korn- eða repjurækt gæti orðið. Um leið hafa aðrir áhyggjur af skógrækt af því að hún breyti svo miklu í umhverfinu, sem hlýtur að þýða að trén vaxi ágætlega því annars myndu þau litlu breyta. Bestir eru þó þeir sem tína til hvort tveggja, að tré vaxi ekki á Íslandi OG að mikil ógn sé af skógrækt, sem ástæður fyrir því að vera á móti skógrækt. Engin ástæða er til að ætla að andstaða við skóg- rækt hætti að koma fram. Frá upphafi skógræktar á Íslandi hefur sumt fólk látið skógrækt fara í taugarn- ar á sér og svo verður örugglega áfram. Skógrækt- endur eru yfir höfuð friðarins fólk. Hjá þeim er rík tilhneiging til að koma til móts við gagnrýni og finna skynsamar lausnir á deilumálum. Gróðursetningu innfluttra tegunda í birkiskóga og framræslu á vot- lendi til skógræktar hefur verið hætt og settar voru fram reglur um skógrækt í sátt við umhverfið. Ekki verður þó séð að það hafi haft önnur áhrif en þau að efla andstæðinga skógræktar til enn meiri andstöðu. Skógrækt skal vera í samræmi við skipulagsáætlanir og getur eftir stærð og staðsetningu verið háð mati á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi. Ekki verður þó séð að þær nýlegu lagabreytingar hafi dregið úr tilraunum andstæðinga skógræktar til að koma enn frekari lagalegum böndum á skógrækt. Með öðrum orðum: eftirgjöf í þeim tilgangi að reyna að skapa sátt um skógrækt hefur aðeins leitt til þess að frekja og fantaskapur andstæðinga hennar hefur magnast. Þegar þetta er skrifað hefur gagnrýnin á notkun innfluttra trjátegunda gengið svo langt að fram eru komin drög að lagafrumvarpi um breytingar á nátt- úruverndarlögum, sem óbreytt gætu sett skógrækt með innfluttum tegundum (og reyndar einnig þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.