Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 65

Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 65
63SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 innlendu) verulegar skorður.12 Reyndar beinast frumvarpsdrögin ekki gegn skógrækt einni og sér, en ljóst er á blaðaskrifum andstæðinga skógræktar að þeir sjá þar mikilvægt tæki til að koma böndum á skógrækt.10 Hvað er þá til ráða? Í þágu sjálfbærrar þróunar og þjóðarhags er rétt að halda áfram að byggja upp skógarauðlind, helst að auka hraða uppbyggingarinnar ef kostur er. Við það þarf að sýna skynsemi og bera raunhæfa virðingu fyrir náttúrunni og skoðunum fólks. Með skynsemi er átt við að velja skuli svæði, aðferðir og tegundir með tilliti til þess að markmið skógræktar séu líkleg til að nást, hvort sem þau eru timburframleiðsla, uppgræðsla, útivist, ýmiskonar vistkerfisþjónusta eða blanda af öllu saman. Rannsóknaniðurstöður og sannanleg reynsla eiga að ráða för en ekki sérviska, hjátrú eða þjóðernishyggja. Með raunhæfri virðingu fyrir náttúrunni er átt við að huga skuli að verndargildi svæða og landslags- þátta áður en hafist er handa við nýræktun skóga. Bent hefur verið á að stórum hluta votlendis hafi verið raskað, að birkiskógar séu sjaldgæfir miðað við heildarflatarmál landsins og að mófuglar þurfi sitt pláss. Allt er þetta rétt, en ekki er þar með sagt að alltaf sé réttara að fylla upp í skurði en að nýta framræst land til skógræktar, að hvergi megi gróður- setja innfluttar tegundir ef birki finnst á svæðinu eða að ekki dugi minna en allt mólendi Íslands fyrir lóustofninn. Í fyrirsjáanlegri framtíð verður skóg- rækt svo smá í sniðum, borið saman við flatarmál landsins eða sem hlutfall af þeim gróðurlendum sem helst eru nýtt til skógræktar, að hún mun ekki valda neinni teljandi röskun á lífríki eða landslagi þegar á heildina er litið. Raunhæf virðing fyrir skoðunum fólks á skógrækt felur í sér viðurkenningu á því að útsýni er fólki mik- ilvægt og það ber tilfinningar til landsins. En útsýni þarf ekki að vera frá öllum stöðum til allra staða og vonlaust er að eltast við skoðanir allra þegar ásýnd lands og landnýting eiga í hlut því þær eru svo misjafnar. Lausnir eru ekki alltaf einfaldar og stundum eru hagsmunaárekstrar óumflýjanlegir, en Nýtt á Íslandi AutoPot Sjálfvirk vökvun Einfalt í uppsetningu Ekkert rafmagn Endalausir stækkunarmöguleikar Nánari upplýsingar á www.innigardar.is AQUAbox2 spyder Svo ekki þorni í beðunum Easy2grow kerfi InniGarðar ehf. - Lyngháls 4, 110 Reykjavík - Sími: 534 9585 - www.innigardar.is

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.