Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 68
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201166
Háibjalli í Vogum
Þegar ekið er vestur eftir Reykjanesbraut í átt til Keflavíkur og komið er framhjá Vogavegamótum
gefur að líta í suðurátt trjáreit undir klettabelti. Það er skógræktin við Háabjalla í Vogalandi.
Bjallinn er misgengi sem er austast af fimm misgengjum sem ganga út úr Vogastapa til suðvesturs.
Skógrækt hófst við Háabjalla 1949 og er þar nú gróðursæll skógarreitur í eigu Skógræktar- og land-
græðslufélagsins Skógfells. Eru hæstu trén allt að 17 m. Þangað er aðeins um hálftíma gangur frá
Vogum og verður aðgengi þangað til fyrirmyndar þegar undirgöng undir Reykjanesbraut hafa verið
opnuð.32
Veður, jarðvegur, gróður
Veðurfar á Suðurnesjum er að sumu leyti hagstætt
gróðri en að öðru leyti ekki. Meðalárshiti er meðal
þess sem hæst gerist á landinu, en hitasveiflur litlar
svo lítið er um heita daga og frost eru væg. Ef skoð-
aðar eru veðurfarstölur yfir tímabilið 1971–1980,
sem reyndar var nokkuð kaldur áratugur, er sumar-
hitinn (meðalhiti júní-september) 9,0°C og með-
alhámarkshiti sama tímabils 11,7°C. Ársúrkoman
var 1.124 mm og fellur verulegur hluti hennar sem
regn. Í janúar ríkja norðaustlægar áttir en á sumrin
suðlægar. Logn er aðeins 3% á Keflavíkurflugvelli
en 7% í Reykjavík og 23% á Egilsstöðum. Meðal-
vindhraði yfir árið er 3,6 Beaufort-stig á Keflavíkur-
flugvelli en til samanburðar 2,4 á Hallormsstað.29
Þó megnið af bæjarlandinu einkennist af hrauni er
þar meira af gróðurmold en sýnist, milli hraunhóla
og klappa. Það kom berlega í ljós þegar verið var að
grafa fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar svo og í
húsgrunnum nýbygginga í Vogum. En það skiptast á
hólar og lautir og á hólunum eða hraunkollunum er
jarðvegur víða mjög þunnur. Þannig háttar einmitt
til á skógræktarsvæðinu við Háabjalla þegar fjær
dregur klettabeltinu.
Því hefur verið haldið fram að moldin á Suðurnesj-
um geymi lítinn raka 8,29 en það stenst ekki, ef marka
má tilraunir sem höfundur þessarar greinar gerði
með nemendum sínum í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja á 9. áratugnum samkvæmt aðferðum GLOBE-
verkefnisins. Rannsökuð var brúnjörð á óbyggðum
svæðum í Keflavík. Í ljós kom að þessi Suðurnesja-
mold geymir raka svo vel að umsjónarmenn GLOBE
í Bandaríkjunum trúðu ekki niðurstöðunum og neit-
uðu í fyrstu að skrá þær í gagnagrunn verkefnisins.
Flest sýnin (tekin í okt. og nóv.) innihéldu vatn á
bilinu 61–94%, þ.e. vatn sem hlutfall af massa ofn-
þurrkaðs jarðvegs. Ef jarðvegurinn var mettaður af
vatni (vökvaður) áður en sýni var tekið innihélt hann
oftast yfir 100% vatn (af þurrvikt).12,36
Þar sem brúnjörð 23 getur geymt óhemju mikið
vatn 23,27 er eðlilegt að ísnálar myndist í henni í
frostum eftir vætutíð þegar hún er vatnssósa. Ísnálar
með tilheyrandi frostlyftingu myndast við yfirborð
moldarflaga en miklu síður undir gróðurþekju.19
Þær myndast aðeins þar sem jarðvegur er ber og er
líklegt að hitaeinangrun svarðlagsins komi í veg fyrir
myndun þeirra. Ísnálarnar valda frostlyftingu og
leika grátt plöntur sem reyna að nema land í moldar-
flögum. Sama á við um litlar trjáplöntur sem þar eru
settar. Það þýðir einfaldlega ekki að gróðursetja í
moldarflögin nema til komi mikið magn af lífrænum
áburði sem dregur úr frostlyftingu.
Búskaparhættir fyrr á öldum gengu mjög nærri
gróðri og jarðvegi hér, einkum beit búfjár og eldi-
viðartaka. Þegar allur skógur og kjarr var uppurið í
nágrenninu var rifið upp lyng og mosi til að brenna
og til að greiða með skatt til kóngsins manna á
Bessastöðum.35 Með batnandi efnahag dró mjög úr
eldiviðartöku og nú hefur jarðhitinn tekið við.
Nokkuð fjölbreyttur gróður þrífst í skjólinu af
Háabjalla. Má þar nefna blágresi, brönugrös, jarð-
arber, hrútaber og síðast en ekki síst skógfjólu.16
Sitkagrenið er byrjað að sá sér í skóginum.
Höfundur Þorvaldur Örn Árnason