Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 71
69SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011
tjarnir árin 1948–1949. Faðir Guðbrandar var
seglasaumari og fengu þeir seglaafganga frá honum
til að klæða á grind og smíða sér báta. Seglin voru
svo tjörguð og sigldu þeir á þessum heimasmíðuðu
bátum á tjörnunum og geymdu svo í hraungjótum.
Þetta voru mikil ævintýri fyrir stráka um fermingu.9
Hvernig tengist þessi skátasaga skógræktinni í
Háabjalla? Jú, á þessum tíma var þar fleira ævin-
týrafólk á ferð – komið til vits og ára. Það voru þeir
sem hlustuðu ekki á úrtöluraddir og hófust handa
við að rækta skóg undir Háabjallanum, en það þótti
klikkun á þeim tíma. Skátarnir slógust stundum í
hóp skógræktarfólksins og voru nýttir til að gróður-
setja eins og einn þeirra komst að orði.9
Á 9. áratugnum komu Heiðarbúar með skála og
settu inn á milli tveggja vestustu tjarnanna. Var
hann töluvert áberandi kennileiti, en gekk síðan úr
sér og hrundi 2010.
Skógfellavegurinn, gamla þjóðleiðin milli Voga og
Grindavíkur, liggur skammt austan við tjarnirnar.
Hann hefur nú verið stikaður og er oft genginn.
Þar sem þjóðleið þessi sker Reykjanesbraut var
gerður undirgangur sem nýtist Vogabúum vel þeg-
ar þeir fara á útivistarsvæði sitt við Háabjalla og
Snorrastaða tjarnir.
Sprengjur – leifar heræfinga Bandaríkjahers
Í tvígang a.m.k. hafa fundist sprengjur við Háabjalla.
Síðast árið 2003 fundu börn að leik virka sprengju.
Líklega hefur hún fundist áður á gömlu æfingasvæði
hersins þar skammt frá og verið borin að bjall-
anum. Landhelgisgæslan sprengdi hana á staðnum
og myndaðist lítill gígur í moldina. Þá var enn og
aftur farið og leitað með tækjum en ekki fundust
fleiri sprengjur á Háabjallasvæðinu, en margar nær
Skógfellaveginum.
Adrian J. King, sprengjusérfræðingur Landhelgis-
gæslunnar, upplýsti 2003 að á árunum 1952–1959
hefðu átt sér stað miklar heræfingar á 15 ferkíló-
metra svæði í Vogaheiði og þar hafi rignt hundr-
uðum þúsunda sprengna af ýmsum stærðum og
gerðum. Mesti þéttleikinn væri rétt austan við
Snorrastaðatjarnir. Slík æfingarsvæði væru víðar
á Suðurnesjum, svo sem við Stapafell, Sandgerði,
Krýsuvík og Kleifarvatn, en 1985 hefði herinn hætt
að nota virkar sprengjur í æfingum. Útilokað er að
hreinsa svæði sem þetta þannig að það verði öruggt,
en hægt er að hreinsa litla bletti með nokkru öryggi.
Sprengjur þessar verða hættulegar í hundruð ef
ekki þúsundir ára og jafnvel enn hættulegri er þær
eldast. Lítil hætta er á að þær springi þó maður reki
í þær fótinn, en öðru máli gegnir ef unnið er með
skóflu og öðrum jarðverkfærum, svo sem að gróður-
setningu eða stígagerð. Adrian taldi að ef til stæði að
gróðursetja í tiltekinn blett ætti að láta Landhelgis-
gæsluna vita svo þeir gætu fínkembt blettinn áður2.
Bandaríkjaher gat ekki afhent almennilegt kort
af svæðinu en Landhelgisgæslumenn fundu loks
útlínur skotæfingasvæðisins á korti sem Land-
mælingar gerðu 1951. Svo virðist sem aðallega hafi
verið skotið frá einum stað nálægt Háabjalla rétt
við Reykjanesbraut. Fullvíst má telja að einhverjar
Útskriftarhópur Heilsuleikskólans Suðurvalla ásamt kenn
urum sínum að lokinni gróðursetningu. Mynd: OJR 2009
Nemendur úr StóruVogaskóla snæða nesti.
Mynd: Oktavía J. Ragnarsdóttir (OJR) 2009