Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 74
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201172
af trjám nema á 15–20 m belti út frá hamrinum ...
Sitkagrenið er eina trjátegundin sem hefur spjarað
sig vel í Háa-bjalla, auk nokkurra trjáa af rauðgreni.
Nokkur ljómandi falleg sitkagrenitré eru þarna
núna, sum um 10–12 m há.“ii
Sigurður gefur jafnframt út dánarvottorð fyrir trjá-
tegundirnar þar sem hann getur til um hvað gæti hafa
orðið plöntunum að fjörtjóni, svo sem furulús, vor-
hretið 1983, sauðfjárbeit eftir að hætt var að hugsa
um girðinguna (fé er einkar sólgið í lauftré og lerkið)
og sinubruna þar sem mikið af trjám brunnu.29
Stopular heimildir eru tiltækar um gróðursetn-
ingaraðferðir, áburðargjöf og umhirðu skógarins
framanaf. Lengi vel var mjög erfitt að koma ökutæki
að og kann það að hafa dregið úr að menn notuðu
húsdýraáburð við gróðursetninguna. Guðbrandur
Sörenson mundi eftir að einhverju sinni hafi verið
sturtað loðnu inn í skóginn í Háabjalla á nokkrum
stöðum upp úr 1970 og var ólíft þar það sumar að
hans sögn.13
Frumherjar
Félag Suðurnesjamanna átti Háabjallareitinn þar
til honum var afsalað til Skógræktarfélags Suður-
nesja þann 20. mars 1970,30 en félagið var stofnað
1950 að frumkvæði Félags Suðurnesjamanna.1 Í
afsalinu er tekið fram að Skógræktarfélagið skuli
endurbyggja girðingu utan um landið, sem gæti þýtt
að hún hafi verið orðin léleg og fénaður gengið út
og inn og átt þátt í því hve margar af plöntunum
drápust. Árið 1985 er girðingin dæmd ónýt.29 Starf
Skógræktarfélagsins var öflugt fyrst en svo dró úr
því. Í skýrslu Skógræktar ríkisins frá 1986 segir um
félagið: „Þarna var starfað af nokkrum krafti og
áhuga fyrstu árin, en úr því lognaðist starfið útaf
svo að í 20–25 ár hefir það legið niðri að mestu
og skógræktarfélagið að heita má óvirkt nema í
Grindavík.“iii
Af einstökum frumkvöðlum ber fyrst að nefna
Egil Hallgrímsson, kennara og kortagerðarmann,
frá Austurkoti í Vogum (f. 1890). Hann bjó og starf-
aði í Reykjavík og kom mörgu til leiðar. Hann hafði
frumkvæði að skógræktinni við Háabjalla og einnig
í Aragerði í Vogum. Hann var frumkvöðull að stofn-
un Skógræktarfélags Suðurnesja 1950 og gaf 1000
kr. við stofnun þess og urðu þeir peningar síðan
að Skógræktarsjóði Suðurnesja. Hann var kjörinn
fyrsti heiðursfélagi Skógræktarfélagsins á aðalfundi
þess 1955. Yngri bróðir Egils, Árni Klemens Hall-
grímsson hreppstjóri í Vogum, kemur einnig mikið
við sögu skógræktar á Suðurnesjum.1,3,6,21 Svo virðist
sem landgræðsluskógaátak hafi þegar verið hafið á
6. áratugnum því í frétt frá aðalfundi félagsins 1958
segir m.a.: „Grasfræssáning hefur farið fram í girð-
ingunum með góðum árangri og er unnið að því að
græða þar upp öll flög, jafnhliða trjáræktinni.“iv
Næstur er nefndur til sögunnar Siguringi E. Hjör-
leifsson, kennari við Austurbæjarskóla og tón-
skáld, kjörinn heiðursfélagi í Tónskáldafélagi Ís-
lands 1963.17 Þeir Egill voru vinir og stóðu saman
í frumkvöðlastarfi ásamt fleirum. Hann kom á
Willis-jeppa úr Reykjavík með plöntur á toppnum
til að gróðursetja upp úr 1960 að sögn Særúnar
Jónsdóttur í Vogum. Siguringi var kunnugur Árna
Klemens í Austurkoti sem aðstoðaði hann við að
fylla bílinn af unglingum úr Vogum til að aðstoða
hann við skógræktina.34 Þar á meðal voru 3 dætur
Árna, þær Ása, Helga Sigríður og Halla.6,20 Magnús
Ágústsson man eftir Siguringa að stinga út úr fjár-
húsum í Halakoti á Vatnsleysuströnd, setja taðið í
poka og upp á bílinn og flytja í Sólbrekkur, einn af
reitum Skógræktarfélags Suðurnesja, þar sem hann
vann mikið að gróðursetningu.20
Skógrækt og umhirða nú
Skógræktar- og landgræðslufélagið Skógfell hefur
starfað af krafti síðan það var stofnað 1998. Nafn
félagsins er dregið af nafni Litla-Skógfells sem er í
Ung manneskja við unga sjálfsána greniplöntu í sprungu á
kletti. Jarðvegur afar lítill enda dó plantan 2 árum síðar.
Mynd: Ragnheiður E. Jónsdóttir 2008
iii Sigurður Blöndal, 1987, bls. 5.
iv Alþýðublaðið, 18.05.1958, bls. 12.