Skógræktarritið - 15.05.2011, Qupperneq 80
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201178
Höfundur bókar-
innar er höfðinginn
Helgi Hallgríms-
son á Egilsstöðum,
náttúrufræð ingur
og fyrrum skógar-
bóndi á Droplaug-
arstöðum í Fljóts-
dalshreppi. Hann
er öllu skógrækt-
arfólki og öðrum
náttúruunnendum
af góðu kunnur.
Bókin er fyrsta
ýtarlega ritið um
sveppafræði sem kemur út á íslensku og skiptist í
tvo megin hluta. Fyrst fjallar Helgi almennt um
sveppi og sveppafræði og síðan lýsir hann um 700
tegundum sveppa í máli og myndum. Í bókinni eru
fjölmargar ljósmyndir og teikningar sem eykur gildi
hennar sem almennrar fræðibókar. Bókin hefur
hlotið verðskuldaða opinbera viðurkenningu sem
fræðirit, hún hlaut m.a. Íslensku bókmenntaverð-
launin í flokki fræðirita árið 2010.
Helgi gaf út fyrstu almennu íslensku handbókina
um sveppi árið 1979 og bar hún nafnið Sveppakver-
ið. Hún er löngu uppseld og ófáanleg. Þetta framtak
Helga markaði ákveðið upphaf í nýtingu ætisveppa
á Íslandi, en í kjölfarið má segja að nýting ætisveppa
hafi breyst úr því að vera sárasjaldgæft fyrirbæri hér
á landi yfir í að verða áhugamál fjölda manna og
kvenna. Helgi segist sjálfur í formála Sveppabókar-
innar hafa farið að huga að útgáfu nýrrar, breyttrar
og stækkaðrar bókar um sveppafræði um 1985 og
hafi síðan unnið að henni með hléum næstu 25 árin.
Sveppir eru tegundaríkasti flokkur lífvera á Ís-
landi. Alls eru þekktar sveppategundir Íslands um
2100 talsins, auk fléttna og skófna sem eru samlífi
svepps og þörungs og telja um 700 tegundir hér-
lendis. Fjallagrösin okkar eru því að stærstum hluta
sveppir og ættu því með réttu að teljast til mat-
sveppa. Íslendingar hafa því stundað sveppanytjar
um aldir, án þess að gera sér grein fyrir því! Flestar
íslenskar sveppategundir, eða ríflega 1500, teljast
til smásveppa sem eru á mörkum þess að sjást með
berum augum. Stórsveppir eru tegundir sem mynda
vel sýnilegan vöxt á yfirborði. Algengastir þeirra
eru hinir svokölluðu hattsveppir, en mynd af einum
slíkum, kúalubba, prýðir einmitt kápu Sveppa-
bókarinnar. Hann vex hér hvarvetna með birki og
fjalldrapa.
Bókin fjallar meðal annars um eðli og gerð sveppa,
vistfræði þeirra, sveppasjúkdóma á mönnum, dýr-
um, trjám og öðrum plöntum, mat- og eitursveppi,
ræktun matsveppa og sögu svepparannsókna hér-
lendis og erlendis. Það er sérstaklega áhugavert fyrir
íslenska skógræktendur að Helgi fjallar einnig ýtar-
lega um svepprætur trjáa, sem geta verið forsenda
þess að trjátegundir fái þrifist á nýjum vaxtarstað.
Lýsingar Helga á einstökum sveppategundum af-
markast að mestu við sjúkdómsvaldandi smásveppi
og síðan allflesta þekkta stórsveppi landsins. Allir ís-
lenskir matsveppir teljast til stórsveppa, og fá flestir
þeirra ítarlega umfjöllun svo og nokkrir vel þekktir
erlendir matsveppir og eitursveppir sem ekki hafa
enn fundist á Íslandi. Áhugi á nýtingu stórsveppa
til matar hefur stóraukist á Íslandi síðan að Sveppa-
kverið kom út árið 1979. Síðan þá hafa komið út
tvær sveppabækur eftir aðra höfunda sem hafa lýst
nokkrum völdum tegundum matsveppa. Margar
matsveppategundir eiga sér hins vegar frændur og
frænkur sem líkjast þeim en eru ekki ætar eða jafn-
vel varasamar. Það var því mikill skortur á betra
yfirliti yfir stórsveppi Íslands. Sveppabókin gefur
áhugamönnum um sveppanytjar langþráð tækifæri
á að hafa gott yfirlit yfir nær alla þekkta stórsveppi
Íslands. Þetta dregur mikið úr hættu á að alvarleg
mistök verði við tegundagreiningar og nýtingu ís-
lenskra matsveppa.
Þar til að Sveppabókin kom út voru áhugamenn
neyddir til að nýta sér sambærilegar sveppabækur
sem skrifaðar hafa verið um stórsveppi í nágranna-
löndum okkar, t.d. Noregi, Svíþjóð, Danmörku,
Þýskalandi eða Bretlandseyjum, til að fá víðara
yfirlit um tegundir sem líktust þekktum ætisveppum
landsins. Engin þeirra bóka inniheldur þó allar ís-
Sveppabókin
Ritfregn
Íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hall-
grímsson. Útgefandi: Skrudda, Reykjavík 2010,
632 bls.
Höfundur Bjarni Diðrik Sigurðsson