Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 85

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 85
83SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 af hálsinum varð skógurinn strax vöxtulegri. Þar rákumst við á vörtubirki sem gróðursett hafði verið innan um lerkið og gaf því lítið sem ekkert eftir í vexti þótt landið væri heldur rýrt. Leið okkar lá áfram. Nú var keyrt út Velli og í Egilsstaði. Á leiðinni blöstu við víðfeðm skógar- svæði og í raun er það svo að lítið vantar upp á að samfelldur skógur (hvortveggja gróðursettur- og náttúrulegur birkiskógur) sé frá Egilsstöðum með- fram Fljótinu og alla leið að innsta bæ í Suðurdal í Fljótsdal, um 50 kílómetra leið. Ótrúlegt að slíkt skuli fyrirfinnast hér í hinu annars skóglausa landi. Nú vorum við komnir yfir í Fellin og við stopp- uðum í Ekkjufelli rétt fyrir innan Fellabæinn. Þar gaf að líta nokkru yngri gróðursetningar en við höfðum skoðað áður, aðallega gróðursett á árunum 1995 til 2002. Sérstaka athygli okkar vöktu alaskaaspir sem gróðursettar höfðu verið sem bakkaplöntur 1999. Öspin var nú um 8–9 metra há að meðaltali þar sem best lét. Áfram var haldið inn Fellin og farið í gegnum skógræktarsvæðin á Birnufelli og Miðhúsaseli. Landslagið í Fellum einkennist af ásum og fellum sem liggja frá suðri til norðurs eftir stefnu dalsins. Milli þeirra eru síðan býsna víðfeðm mólendissvæði, flóar og mýrlendi eru einnig mjög áberandi. Gróður- lendið í Fellum hefur látið á sjá eftir árhundruða ofnýtingu. Því var mjög forvitnilegt að sjá hina jákvæðu breytingu sem orðið hefur á landinu, t.d. í Miðhúsaseli þar sem skógrækt hófst fyrir 1990. Lerkið átti erfitt uppdráttar á sínum yngri árum en þrífst nú orðið vel í áður rýrum og illa grónum ásum og öspin og grenið virðast ná sér ágætlega á strik í frjósamara landinu. Miðhúsaselslandið hefur breytt mikið um svip á síðastliðnum 25 árum og er þar nú ólíkt búsældarlegra en áður. Síðasti viðkomustaður dagsins var á Skeggjastöð- um í innanverðum Fellum. Þar var mikið gróðursett á fyrstu árum Héraðsskóga. Þar skoðuðum við sér- staklega birkitilraun frá 1994 með nokkrum innlend- um kvæmum af ilmbjörk og allmörgum skandinav- ískum kvæmum af ilmbjörk og vörtubirki og var þar margt áhugavert að sjá. Dagur var að kveldi kominn. Frá Skógargerði í Skriðdal Næsta dag var haldið snemma af stað. Veður var áfram svipað. Við keyrðum sem leið lá út Fellin og stoppuðum í Skógargerði, ystu jörð í Fellum. Þar hófst skógrækt rétt fyrir 1990 og hefur verið gróður- Ekkjufell, alaskaösp og sitkagreni gróðursett 1999. Strönd, vörtubirki, kvæmi Kittilä, gróðursett 1993.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.