Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 85

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 85
83SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 af hálsinum varð skógurinn strax vöxtulegri. Þar rákumst við á vörtubirki sem gróðursett hafði verið innan um lerkið og gaf því lítið sem ekkert eftir í vexti þótt landið væri heldur rýrt. Leið okkar lá áfram. Nú var keyrt út Velli og í Egilsstaði. Á leiðinni blöstu við víðfeðm skógar- svæði og í raun er það svo að lítið vantar upp á að samfelldur skógur (hvortveggja gróðursettur- og náttúrulegur birkiskógur) sé frá Egilsstöðum með- fram Fljótinu og alla leið að innsta bæ í Suðurdal í Fljótsdal, um 50 kílómetra leið. Ótrúlegt að slíkt skuli fyrirfinnast hér í hinu annars skóglausa landi. Nú vorum við komnir yfir í Fellin og við stopp- uðum í Ekkjufelli rétt fyrir innan Fellabæinn. Þar gaf að líta nokkru yngri gróðursetningar en við höfðum skoðað áður, aðallega gróðursett á árunum 1995 til 2002. Sérstaka athygli okkar vöktu alaskaaspir sem gróðursettar höfðu verið sem bakkaplöntur 1999. Öspin var nú um 8–9 metra há að meðaltali þar sem best lét. Áfram var haldið inn Fellin og farið í gegnum skógræktarsvæðin á Birnufelli og Miðhúsaseli. Landslagið í Fellum einkennist af ásum og fellum sem liggja frá suðri til norðurs eftir stefnu dalsins. Milli þeirra eru síðan býsna víðfeðm mólendissvæði, flóar og mýrlendi eru einnig mjög áberandi. Gróður- lendið í Fellum hefur látið á sjá eftir árhundruða ofnýtingu. Því var mjög forvitnilegt að sjá hina jákvæðu breytingu sem orðið hefur á landinu, t.d. í Miðhúsaseli þar sem skógrækt hófst fyrir 1990. Lerkið átti erfitt uppdráttar á sínum yngri árum en þrífst nú orðið vel í áður rýrum og illa grónum ásum og öspin og grenið virðast ná sér ágætlega á strik í frjósamara landinu. Miðhúsaselslandið hefur breytt mikið um svip á síðastliðnum 25 árum og er þar nú ólíkt búsældarlegra en áður. Síðasti viðkomustaður dagsins var á Skeggjastöð- um í innanverðum Fellum. Þar var mikið gróðursett á fyrstu árum Héraðsskóga. Þar skoðuðum við sér- staklega birkitilraun frá 1994 með nokkrum innlend- um kvæmum af ilmbjörk og allmörgum skandinav- ískum kvæmum af ilmbjörk og vörtubirki og var þar margt áhugavert að sjá. Dagur var að kveldi kominn. Frá Skógargerði í Skriðdal Næsta dag var haldið snemma af stað. Veður var áfram svipað. Við keyrðum sem leið lá út Fellin og stoppuðum í Skógargerði, ystu jörð í Fellum. Þar hófst skógrækt rétt fyrir 1990 og hefur verið gróður- Ekkjufell, alaskaösp og sitkagreni gróðursett 1999. Strönd, vörtubirki, kvæmi Kittilä, gróðursett 1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.