Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 90

Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 90
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201188 Þau sem fara á annað borð í byggingavöruversl- anir verða fljótlega vör við að viður lauftrjáa er miklu dýrari en viður barrtrjáa. Þannig hefur það alltaf verið og verður líklega enn um sinn. Ef við getum ræktað verðmæt lauftré hvers vegna er þá ver- ið að rækta barrtré? Skyldi hluti af skýringunni vera sá að okkur dreymir um stórar miðlægar timburverk- smiðjur þar sem viður er sagaður í borð og planka til að nota sem burðarvið í byggingum eða stöðvar þar sem pappír er framleiddur? Hagnaður af slíkum iðn- aði er nokkuð tengdur stærðinni; stórar verksmiðjur eru hagkvæmari en litlar. Viljum við skapa umhverfi sem minnir á skandinavíska skóga? Fréttir sem ber- ast frá skógræktargeiranum tengjast oft brennslu á viði eða kurlara sem er að tæta trjáboli niður í spæni sem á að nota undir hross eða í skógarstíga. Til smíða er nýting barrtrjáa meiri en lauftrjáa þar sem stofnar barrtrjáa eru beinir, en mjög góð nýting sitkagrenis og stafafuru gæti t.d. einnig verið skjólbelti þessara tegunda utan um lauftrjáalundi. Það eru sem sé barrtrén sem ættu að vera fóstrur fyrir lauftrén en ekki öfugt. Verðmæti viðar Vangaveltur og reynsla af því að smíða úr grisjunarviði Höfundur Jón Guðmundsson Skálar úr innlendum viðartegundum. Með samlímingum má fá fram margs konar mynstur. Í þessum skálum má sjá ljósan birki­ og reynivið, rauðan seljuvið, gráan asparvið, dökkt gullregn og reynivið.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.