Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 91
89SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011
Markaður fyrir lauftré er í þeim vörum sem not-
aðar eru innanhúss. Langstærstur er húsgagnamark-
aðurinn en einnig er viðurinn notaður í ýmiss konar
smáhluti, amboð og leikföng sem dæmi. Slíkur iðn-
aður byggir oft á smáum einingum.
Líffræði trjáviðar
Heill trjábolur er hluti af lifandi veru sem hefur
myndað bolinn til að lifa af í samkeppni við margar
aðrar lífverur svo og að standast alls konar álag
vegna veðurs. Yst er börkurinn sem er nokkurn veg-
inn skotheld vörn gagnvart vatnsútgufun og árásum
meindýra, baktería og sveppa. Innan við hann er
rysjan, sem sér um flutning vatns og er virk vörn á
meðan það er lifandi. Tréð bregst við áreiti með virk-
um hætti gagnvart sjúkdómum, en sú vörn hverfur
við dauða trésins. Innan við rysjuna er kjarnviður-
inn. Tréð breytir rysjunni í kjarnvið með því að stífla
vatnsæðar og setja varnarefni í frumur. Þessi vörn er
óvirk og helst eftir dauða trésins. Innst er mergurinn,
sem eru fáeinir árhringir með veikum viði. Í lifandi
trjám eru ystu árhringir í rysju alltaf fullir af vatni.
Í barrtrjám minnkar vatnið smám saman inn að
miðju, en í lauftrjám er lítill munur á vatnsmagni í
rysju og kjarna.
Frumur rysjunnar eru teygjanlegri en frumur kjarn-
viðar og loftmeiri eftir þurrkun. Þetta hafa menn t.d.
nýtt sér í bogasmíði. Enski langboginn (ýbogi) er
gerður þannig að ytri hluti bogans sem tekur við togi
er úr rysjunni en innri hlutinn úr kjarnviði. En yfir-
leitt er leitast við að nýta kjarnviðinn frekar en rysj-
una. Kjarnviðurinn er yfirleitt með einhverja fúavörn
og er sterkari en rysjan. Þær trjátegundir sem vaxa
hér á landi eru reyndar fæstar með kjarnvið með
mikla náttúrulega fúavörn. Það einkennir hins vegar
mjög langlíf tré, svo sem eik.
Fáar frumugerðir eru í barrtrjám. Frumur eru lang-
ar og þverar í endann, 3–5 mm á lengd. Vatn er leitt
eftir öllum frumum. Í vorviði eru mörg göt í frumu og
þunnir veggir; í haustviði fá göt og þykkir veggir. Þess
vegna er mikill munur milli vor- og haustviðar og ár-
hringir vel sýnilegir. Barrtré sem vaxa á köldum svæð-
um og vaxa hægt eru með þunna árhringi og mynda
sterkari við en þau sem vaxa hratt. Annað einkenni
barrviðar er að alltaf er eitthvað af trjákvoðu (har-
pix) í viðnum, sem er hluti af vörn trésins gagnvart
skordýrum. Mest er af kvoðu í stafafuru, en minna
í greni og lerki. Trjákvoðan hindrar nokkuð límingu
og takmarkar t.d. notkun furu í límtrésiðnaði.
Sumarfellt birki getur verið mjög hvítt sem sjá má í lampa
fætinum en vetrarfellt birki er í skermi. Það er nokkru
dekkri viður. Til hliðar má sjá vasa úr reyniviði.
Rekaviður var talsverður hluti þess smíðaviðar sem not
að ur var hér á landi. Hér sest rekaviður í lampastilki.
Skerm ur er hins vegar úr lerki, sem líklega verður megin
burðarviður okkar í framtíðinni.