Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 91

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 91
89SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 Markaður fyrir lauftré er í þeim vörum sem not- aðar eru innanhúss. Langstærstur er húsgagnamark- aðurinn en einnig er viðurinn notaður í ýmiss konar smáhluti, amboð og leikföng sem dæmi. Slíkur iðn- aður byggir oft á smáum einingum. Líffræði trjáviðar Heill trjábolur er hluti af lifandi veru sem hefur myndað bolinn til að lifa af í samkeppni við margar aðrar lífverur svo og að standast alls konar álag vegna veðurs. Yst er börkurinn sem er nokkurn veg- inn skotheld vörn gagnvart vatnsútgufun og árásum meindýra, baktería og sveppa. Innan við hann er rysjan, sem sér um flutning vatns og er virk vörn á meðan það er lifandi. Tréð bregst við áreiti með virk- um hætti gagnvart sjúkdómum, en sú vörn hverfur við dauða trésins. Innan við rysjuna er kjarnviður- inn. Tréð breytir rysjunni í kjarnvið með því að stífla vatnsæðar og setja varnarefni í frumur. Þessi vörn er óvirk og helst eftir dauða trésins. Innst er mergurinn, sem eru fáeinir árhringir með veikum viði. Í lifandi trjám eru ystu árhringir í rysju alltaf fullir af vatni. Í barrtrjám minnkar vatnið smám saman inn að miðju, en í lauftrjám er lítill munur á vatnsmagni í rysju og kjarna. Frumur rysjunnar eru teygjanlegri en frumur kjarn- viðar og loftmeiri eftir þurrkun. Þetta hafa menn t.d. nýtt sér í bogasmíði. Enski langboginn (ýbogi) er gerður þannig að ytri hluti bogans sem tekur við togi er úr rysjunni en innri hlutinn úr kjarnviði. En yfir- leitt er leitast við að nýta kjarnviðinn frekar en rysj- una. Kjarnviðurinn er yfirleitt með einhverja fúavörn og er sterkari en rysjan. Þær trjátegundir sem vaxa hér á landi eru reyndar fæstar með kjarnvið með mikla náttúrulega fúavörn. Það einkennir hins vegar mjög langlíf tré, svo sem eik. Fáar frumugerðir eru í barrtrjám. Frumur eru lang- ar og þverar í endann, 3–5 mm á lengd. Vatn er leitt eftir öllum frumum. Í vorviði eru mörg göt í frumu og þunnir veggir; í haustviði fá göt og þykkir veggir. Þess vegna er mikill munur milli vor- og haustviðar og ár- hringir vel sýnilegir. Barrtré sem vaxa á köldum svæð- um og vaxa hægt eru með þunna árhringi og mynda sterkari við en þau sem vaxa hratt. Annað einkenni barrviðar er að alltaf er eitthvað af trjákvoðu (har- pix) í viðnum, sem er hluti af vörn trésins gagnvart skordýrum. Mest er af kvoðu í stafafuru, en minna í greni og lerki. Trjákvoðan hindrar nokkuð límingu og takmarkar t.d. notkun furu í límtrésiðnaði. Sumarfellt birki getur verið mjög hvítt sem sjá má í lampa­ fætinum en vetrarfellt birki er í skermi. Það er nokkru dekkri viður. Til hliðar má sjá vasa úr reyniviði. Rekaviður var talsverður hluti þess smíðaviðar sem not­ að ur var hér á landi. Hér sest rekaviður í lampastilki. Skerm ur er hins vegar úr lerki, sem líklega verður megin burðarviður okkar í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.