Skógræktarritið - 15.05.2011, Qupperneq 94
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201192
Gráelri
Viður gráelris er oftast einsleitur, mjúkur og jafnast
á við linditré sem útskurðarviður. Vatnsæðar eru
jafnt dreifðar um viðinn, árhringir eru lítt sýnilegir
og oft í bylgjum. Viðurinn er auðveldur í allri vinnslu
og auðvelt er að beygja elri. Styrkur viðarins er ívið
meiri en í greni en harka svipuð. Mikil sútunarsýra
er í elri, viðaráta er algeng og gráelri myndar bæði
eldtungur og augnmynstur. Hnútar í kringum stórar
greinar eru algengir. Viðurinn lyktar hvorki né gefur
bragð og hentar vel sem reykingaviður, rýrnun hans
er nokkur við þurrkun en minni en í birki. Ending
utanhúss er lítil.
Gráelri er það tré sem hvað mestan ræktunar-
hagnað getur gefið. Þegar við 15 ára aldur má fara
að nýta tréð til smíða. Sérstakt er að tréð er í sam-
búð við geislasvepp af ættkvíslinni Frankia og bind-
ur nítur úr lofti. Áburðarþörf er því engin og elri er
þar með mjög hagkvæmt í ræktun.
Gullregn
Kjarni gullregns er græn-gulur í nýfelldu tré en
dökknar fyrir áhrif súrefnis og verður dökkbrúnn
með aldrinum. Kjarnviðurinn er mjög harður og end-
ingargóður. Viðurinn er mjög litsterkur, en speglun
í mergstrengjum er einkenni viðarins. Frekar erfitt
er að þurrka heila boli. Þetta er þungur viður, sá
þyngsti sem við getum ræktað og er hentugur í sam-
límingar, svo sem með birki, og í smíðar á ýmsum
smáum hlutum.
Garðahlynur
Garðahlynur myndar einsleitan ljósan og glans-
andi við, árhringir eru ekki áberandi og hlynur er
sterkur viður miðað við þéttleika. Sérlega auðvelt er
að beygja hlyn og er hann að því leyti líkur aski.
Eldtungur eru vel þekkar og augnviður finnst einnig.
Reynir
Reyniviður er harður, þungur og glansandi viður.
Vatnsæðar liggja dreift og merggeislar eru smáir.
Gráelri er með ljósan við, sem verður rauðleitur þegar
súrefni kemst að honum. Hröðust er litabreytingin í
ferskum viði. Eftir að greinar þessa trés voru sagaðar af
liðu um 20 mínútur þar til litabreytingin var afstaðin.
Fimmtán ára gráelri hefur þegar myndað beinan og
vinnslu hæfan stofn, sem er þar að auki með nokkra hnúða.
Undir þeim er skrautlegur viður.
Skál úr gullregni. Kjarninn er mjög dökkur, harður og með
talsverða fúavörn. Rysjan er hins vegar ljós og í ungum
trjám með grænleitum blæ.